spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKristján Helgi og Ólöf Embla glímufólk ársins 2016

Kristján Helgi og Ólöf Embla glímufólk ársins 2016

Kristján Helgi og Ólöf Embla

Þau Kristján Helgi Hafliðason úr Mjölni og Ólöf Embla Kristinsdóttir úr VBC voru útnefnd glímumaður og glímukona ársins af BJÍ. Viðurkenninguna fengu þau fyrr í kvöld á námskeiði hjá svartbeltingnum Patrick Welsh.

Bæði áttu þau frábært ár 2016 en þetta er í fyrsta sinn sem BJÍ (BJJ samband Íslands) veitir þessi verðlaun. Verðlaunin verða veitt árlega héðan af en félagsmenn úr öllum aðildarfélögum BJÍ kusu þau Kristján og Ólöfu. Þau náðu bæði frábærum árangri á árinu og eru góðar fyrirmyndir að mati BJÍ.

Ólöf Embla varð tvöfaldur Íslandsmeistari á árinu en þá sigraði hún bæði sinn flokk og opna flokkinn. Hún vann einnig til tvennra verðlaun á London Open í haust en þá vann hún gullið bæði í galla og í nogi.

„London Open stóð upp úr á árinu. Ég var mjög ánægð með árangurinn þar. Við vorum átta og níu stelpur sem kepptum í flokknum mínum og ég keppti í galla fyrir hádegi og nogi eftir hádegi. Það var ógeðslega erfittt,“ segir Ólöf Embla um árið.

„Ég bætti mig mjög mikið síðasta ár. Mér finnst guardið mitt alltaf vera að batna rosa mikið og svo er ég að æfa mig meira og meira standandi, það er alltaf að kicka meira inn hjá mér.“

Ólöf vissi ekki af verðlaunaafhendingunni fyrr í kvöld enda hafa þessi verðlaun aldrei áður verið veitt hér á landi. Verðlaunin voru afhend í lok námskeiðsins hjá Patrick Welsh í Mjölni. „Halldór Logi [formaður BJÍ] sagði mér bara að koma hingað kl átta og ég vissi ekkert út af hverju. Ég spurði hvað væri í gangi en hann sagði að það myndi bara koma í ljós, þannig að ég vissi ekki við hverju var að búast.“

„Það er geggjað gaman að vinna þetta, sérstaklega þar sem maður leggur svo ógeðslega mikla vinna í þetta. Held að ég sé að eyða þrem til fjórum klukkutímum á hverjum einasta degi, alltaf annað hvort að þjálfa eða drilla. Ég byrjaði að drilla eftir Glímumaður mánaðarins, mér fannst greinin snúast um það hvað ég gerði einu sinni. Þannig að ég ákvað að rífa mig í gang með að drilla og ég er rosalega ánægð með þetta.“

Kristján Helgi Hafliðason hafnaði í 3. sæti í sínum flokki á Íslandsmeistaramótinu og í 2. sæti í opna flokkinum í fyrra. Þá vann hann sinn flokk á Grettismótinu og fékk verðlaun á báðum mótum fyrir uppgjafartak mótsins.

„Það sem stóð helst upp úr var þegar ég vann Grettismótið. Það var skemmtilegt að sjá hvað áhorfendur voru að hvetja mig mikið, mikil læti og mjög skemmtilegt,“ segir Kristján.

„Ég bjóst svo sem ekki við þessu. Maður kannski pældi aðeins í þessu og leyfði sér að dreyma. Það er mjög mikill heiður að vinna þetta. Ég er mjög ánægður með glímuárið mitt og það er mjög skemmtilegt að fá svona verðlaun, alveg geggjað,“ segir Kristján að lokum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular