spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaLeiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Demian Maia

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Demian Maia

Gunnar NelsonGunnar Nelson mætir Demian Maia á UFC 194 á laugardaginn. Þetta verður stærsti bardagi Gunnars á ferlinum og myndi sigur á Maia gera mikið fyrir feril Gunnars. Hér er Leiðin að búrinu fyrir bardagann.

Í Leiðinni að búrinu talar Gunnar um sigurinn á Brandon Thatch, stuðninginn frá Írunum á UFC 189 og andrúmsloftið í aðdraganda bardaga.

„Ég man í bardaganum þá fann ég fyrir einu, sem ég hef ekki oft fundið áður. Þá sló ég hann niður, og síðan er ég búinn að settla þarna í mount og þá byrja Írarnir að syngja ‘ole ole ole ole’. Það var svona smá pása þar sem ég áttaði mig á því og dró svona aðeins andrúmsloftið í mig. Þeir vissu hvað var í gangi og kom svona einhver pása, það var helvíti sterkt moment,“ segir Gunnar um stuðninginn frá Írunum á UFC 189 er hann barðist síðast.

Á UFC 189 var Írinn Conor McGregor í aðalbardaganum líkt og á laugardaginn. Það má því búast við að Gunnar fái svipaðan stuðning gegn Maia nú enda Gunnar afar vinsæll í Írlandi.

Gunnar virkar oft á tíðum afar afslappaður fyrir bardaga og telur hann að vinir og þjálfarar séu stressaðri en hann sjálfur fyrir bardaga. „Ég held að fólkið sem er í kringum fighterana það stressast alltaf meira og meira upp heldur en fighterarnir sjálfir. Það virðist allavegana vera þannig hjá mér og ég hugsa að það sé þannig hjá flestum. Það er alltaf fólkið í kring.“

Gunnar segist þó skilja þá tilfinningu ágætlega enda er hann sjálfur spenntari þegar hann sér vini sína keppa heldur en þegar hann berst. „Þetta er bara eins og þegar einhver sem ég þekki er að berjast þá einhvern veginn veðrast ég meira upp. Þegar ég er sjálfur að fara þarna [að keppa] þá er ég að fara þarna inn og ég veit alveg hvað ég á að gera og ég þarf ekkert að spá eða velta því fyrir mér. Ég fer bara þarna og geri það og geri það eftir smástund, það er bara þannig,“ segir Gunnar.

Leiðin að búrinu má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular