spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaLuke Thomas: Gunnar hefur ekki þróast mikið

Luke Thomas: Gunnar hefur ekki þróast mikið

Gunnar Nelson
Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

MMA greinandinn Luke Thomas segir að Gunnar Nelson hafi ekki sýnt neitt nýtt í bardaga sínum gegn Alan Jouban.

Luke Thomas fer yfir það helsta sem gerðist á bardagakvöldinu í London. Thomas taldi að Gunnar myndi valta yfir Jouban og segir að bardaginn hafi farið nokkurn veginn eins og hann bjóst við.

Thomas segir að við höfum ekki lært neitt nýtt af þessum bardaga um Gunnar. „Jouban var að gera mjög vel með því að sparka í fremri fót Gunnars Nelson. Árásir Gunnars [standandi], hvort sem það eru kostir hans eða gallar, hafa ekki þróast það mikið.“

„Einhver með Muay Thai stíl standandi, eins og Jouban sem getur verið duglegur og sótt mikið, getur valdið honum miklum vandræðum. Það kom mér á óvart hve vel Jouban var að ganga standandi í byrjun bardagans.“

Þegar í gólfið var komið var Gunnar með mikla yfirburði og kom það Thomas ekki á óvart. Þó Jouban sé mjög góður á gólfinu þá er munurinn einfaldlega það mikill.

Fyrir bardagann benti Thomas á að maður eins og Gunnar sem er með góðar tímasetningar geti meitt Jouban standandi. „Gunnar er kannski takmarkaður standandi en í hverju er hann góður í? Hann getur fundið augnablik eins og gegn Brandon Thatch, lesið rétt í augnablikið, minnkað fjarlægðina snögglega og komið með nákvæm högg og það veldur mönnum vandræðum. Það er Jouban ekki góður í en nákvæmlega það sem Gunnar er góður í.“

Thomas hrósar Jouban fyrir að vera með góða leikáætlun enda var hann að gera rétt í 1. lotu standandi. Að halda sér hreyfanlegum og vera að gera meira en Gunnar standandi. Jouban gerði það besta sem hann gat.

Thomas skoðar svo „guillotine“ henginguna sem Gunnar kláraði bardagann með og kallast útgáfan af hengingunni Marcelotine eftir glímumanninum Marcelo Garcia. Þ.e. að lyfta olnbogunum á hendinni sem er ekki undir hálsinum til að þrengja enn betur að hálsinum.

„Stíllinn hans Gunnars, sáum það gegn Rick Story að ef þú færð hann til að bakka, ef þú heldur pressunni á honum og notar stunguna í andlitið, þá tekuru þetta ‘long distance boom striking’. Jouban átti í vandræðum með þetta en það eru aðrir gæjar sem geta slökkt á þessu. Ég veit ekki hvort ég hafi séð eitthvað sem bendir til þess að hann sé kominn yfir þennan galla.“

Thomas segir þetta vera góðan sigur fyrir Gunnar án þess að við höfum séð miklar bætingar frá honum. Myndbandið má sjá hér að neðan þar sem Thomas fer yfir bardaga helgarinnar.

https://youtu.be/QIpvf9HaMO4?t=8m3s

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular