spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMagnús og Egill keppa í undanúrslitum í dag

Magnús og Egill keppa í undanúrslitum í dag

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Undanúrslit Evrópumótsins í MMA fara fram í dag þar sem Ísland á tvo fulltrúa. Magnús Ingi Ingvarsson keppir í undanúrslitum í veltivigt og Egill Øydvin Hjördísarson keppir í undanúrslitum í léttþungavigt.

Magnús mætir Gianluigi Ventoruzzo frá Ítalíu en þetta verður fjórði bardagi Magnúsar á fjórum dögum. Ventoruzzo sat hjá í fyrstu umferð og er því aðeins búinn með tvo bardaga en ekki þrjá líkt og Magnús. Báðir bardagar Ítalans hafa farið allar þrjár loturnar á meðan Magnús hefur klárað alla þrjá bardaga sína. Ventoruzzo er 8-2 sem áhugamaður í MMA.

Andstæðingur Egils er Mjölnismönnum kunnugur. Sá heitir Tencho Karaenev og kemur frá Búlgaríu. Tencho vann Egil á Evrópumótinu í fyrra eftir hengingu í 1. lotu. Hann vann svo Bjarna Kristjánsson á Heimsmeistaramótinu í sumar eftir dómaraákvörðun og hefur því sigrað tvo Mjölnismenn.

Egill kvaðst vera spenntur fyrir því að mæta Búlgaranum aftur en þetta sagði hann eftir bardaga þeirra í fyrra. „Ég hef fulla trú á því að ef ég hitti aftur þennan mann eftir fullar æfingabúðir muni ég jarða hann.”

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Tencho er margverðlaunaður á þessum Heims- og Evrópumeistaramótum IMMAF (International MMA Federation). Á HM í fyrra fékk hann silfur og svo brons á EM í fyrra þar sem hann þurfti að hætta keppni vegna bakmeiðsla. Á HM í sumar fékk hann svo annað silfur og er Tencho eflaust að elta gullið.

Á EM í ár hefur Tencho barist einn bardaga þar sem hann sat hjá í fyrstu umferð. Bardagann vann Tencho eftir dómaraákvörðun líkt og Egill gerði í sínum fyrsta bardaga.

Tencho Karaenev
Tencho Karaenev. Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular