spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Edgar vs. Faber

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Edgar vs. Faber

mark munozUFC hélt sitt fyrsta bardagakvöld í Filippseyjum á laugardaginn. Það voru nokkrir skemmtilegir bardagar á dagskrá en Edgar, Mousasi, Munoz og Magny náðu allir í góða sigra.

Frankie Edgar og Urijah Faber mættust í aðalbardaganum og stóð bardaginn kannski ekki alveg undir væntingum. Bardaginn var ekki leiðinlegur en Edgar notaði sín bestu vopn, fléttur og hreyfanleika, til að halda Faber í skefjum.

Edgar óskaði eftir því að fá titilbardaga í fjaðurvigtinni en hvort hann fái ósk sína uppfyllta skal ósagt látið. Hann gæti fengið annað tækifæri gegn Aldo en þeir áttust við í febrúar 2013 þar sem Aldo fór með sigur af hólmi. Fari svo að Conor McGregor sigri Jose Aldo í titilbardaga þeirra í sumar er líklegt að Aldo fái tækifæri á að hefna ósigursins umsvifalaust. Edgar mun því væntanlega þurfa að bíða eftir útkomu risabardagans á UFC 189. Bardagi milli Frankie Edgar og Chad Mendes er samt eitthvað sem UFC ætti að setja saman fyrir bardagaaðdáendur.

Fyrir helgi töluðum við um að bardagi Gegard Mousasi og Costas Philippou gæti orðið skemmtileg standandi rimma. Það var fjarri sannleikanum þar sem Mousasi var með skynsama leikáætlun og tók Philippou niður í öllum lotum bardagans. Þannig nýtti hann sér stærsta veikleika Philippou og sigraði eftir einróma dómaraákvörðun. Mousasi er nú 4-2 í UFC og gæti bardagi gegn Michael Bisping verið á döfinni.

UFC á enn eftir að tilkynna hver verður aðalbardagi kvöldsins á bardagakvöldinu í Skotlandi þann 19. júlí. Hugsanlega fáum við að sjá Bisping og Mousasi mætast þar.

Mark Munoz gerði það sem afskaplega fáum í MMA hefur tekist. Hann lagði hanskana á hilluna áður en það var of seint. Alltof oft höfum við séð bardagamenn halda of lengi áfram í íþróttinni einungis til að sjá þá tapa aftur og aftur. Mark Munoz yfirgaf íþróttina á góðum tímapunkti. Hann sigraði sinn síðasta bardaga eftir að hafa tapað þremur á undan og er enn við fulla heilsu. Til að toppa sigurinn þá var bardaginn í Filippseyjum sem Munoz á áttir að rekja til.

mark munoz hanskar

Það var fallegt að sjá hann kveðja íþróttina með skemmtilegri ræðu í lokin. Munoz skildi hanskana eftir í búrinu (til marks um að þetta væri hans síðasti bardagi) og fékk nægan tíma til að kveðja í útsendingunni. Hann getur nú einbeitt sér að fjölskyldulífinu og mun m.a. starfa sem glímuþjálfari í Flippseyjum.

Neil Magny sigraði sinn sjöunda bardaga í röð í UFC þegar hann sigraði Hyun Gyu Lim. Magny vankaðist snemma í fyrstu lotu og reyndi Lim að klára bardagann án árangurs. Eftir það virtist gastankurinn galtómur hjá Lim enda sveiflaði hann mikið út í loftið í tilraun sinni til að klára bardagann. Magny átti því auðvelt með að stjórna Lim í gólfinu og kláraði bardagann með tæknilegu rothöggi í 2. lotu.

Sjö sigrar í UFC er frábær árangur en hann þarf nú á sterkari andstæðingum að halda til að klífa hærra upp metorðastigann. Hann er sem stendur í 15. sæti á styrkleikalista UFC og gæti hann hugsanlega komist upp fyrir Gunnar Nelson (í 13. sæti) á næsta lista. John Hathaway hefur ansi oft meiðst fyrir bardaga og gerist það í þetta sinn gæti Magny verið álitlegur staðgengill.

 

Næsta UFC fer fram núna um helgina og er það í stærri kantinum. UFC 187 hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þar fara fram tveir flottir titilbardagar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular