Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC on Fox 19: Teixeira gegn Evans

Mánudagshugleiðingar eftir UFC on Fox 19: Teixeira gegn Evans

UFC-on-FOX-19

UFC hélt bardagakvöld í Flórída um helgina. Kvöldið var á aðal sjónvarpsstöð Fox en minnti meira á venjulegt Fight Night bardagakvöld í sinni endanlegu mynd.

Kvöldið hafði tekið talsverðum breytingum en hætt var við bardaga Lyoto Machida og Dan Henderson eftir lítilsháttar lyfjahneyksli Machida. Það er kannski ekki það versta sem gat gerst þar sem fyrsti bardagi þeirra var ansi leiðinlegur.

Kvöldið var þó að mestu laskað vegna fjarveru Tony Ferguson sem þurfti að hætta við bardaga gegn Khabib Nurmagomedov vegna meiðsla. Í raun voru það ekki beint meiðsli sem hrjáðu Ferguson, hann fékk einhvern blóðvökva í lungun sem hljómar frekar ógeðslegt. Bardaginn við Nurmagomedov var á pappír besti bardagi kvöldsins og mjög mikilvægur bardagi í léttvigt. Fyrir aðdáendur var þetta mikil blóðtaka en fyrir Nurmagomedov var þetta kannski lán í óláni. Hann var að snúa aftur eftir meiðsli og langa fjarveru og hafði sennilega gott af upphitunarbardaga gegn lakari andstæðingi. Bardagar af þeim toga eru algengir í til dæmis hnefaleikum en eru lítið notaðir í hörðum og kannski minna þroskuðum heimi MMA.

khabib-nurmagomedov-5

Í stað Ferguson mætti Nurmagomedov Bandaríkjamanninum Darrell Horcher sem var að berjast í fyrsta sinn í UFC. Horcher var í nauðvörn nánast allan tímann en það er nákvæmlega það sem átti að gerast. Það var kannski ekki sanngjarnt gagnvart honum að vera hent svona í ljónagrifjuna en hann valdi að samþykkja bardagann og verður að taka afleiðingunum. Sennilega fær hann bardaga við andstæðing sem er meira við hans hæfi næst þegar við sjáum hann.

Aðalbardagi kvöldsins var nokkuð mikilvægur bardagi í léttþungavigt á milli Glover Teixeira og Rashad Evans. Í hugum margra átti bardaginn að svara spurningum um stöðu Evans í þyngdarflokknum og sýna hvað hann ætti eftir. Í hans síðasta bardaga gegn Ryan Bader leit hann illa út en það var eftir langa fjarveru svo hugsanlega spilaði ryð þar inn í.

Þessi bardagi stóð aðeins yfir í tæpar tvær mínútur. Hnefi Teixeira gerði út af við Evans með tilþrifum og framtíð Evans virðist nú mjög óljós svo ekki sé meira sagt. Hann er 36 ára, með 30 bardaga að baki og 12 ár í íþróttinni. Kannski er tími til kominn að segja þetta gott.

Aftur á móti var Teixeira mögulega að næla sér í stóran bardaga gegn Anthony Johnson. Það gæti verið freistandi fyrir Johnson að bíða eftir titilbardaga en sú bið gæti tekið óratíma og slík nálgun hefur ekki alltaf skilað tilsettum árangri.

evans

Þetta bardagakvöld var heilt yfir mjög gott og viðburðaríkt. John Dodson valtaði yfir Manny Gamburyan og Cub Swanson kom sér á sigurbrautina gegn Hacran Diaz á meðan Omari Ahkmedov og Court McGee töpuðu báðir á slæmu tæknilegu rothöggi. Rose Namajunas og Tecia Torres börðust í annað sinn í hnífjöfnum bardaga. Að þessu sinni var það Namajunas sem sigraði á stigum og fær sennilega titilbardaga að launum.

Sú frammistaða sem stóð kannski mest upp úr þetta kvöld var sigur Michael Chiesa á Beneil Dariush. Chiesa gerði sér lítið fyrir og sigraði svartbeltinginn með uppgjafartaki sem er hreint ótrúlegt. Með sigrinum varpar Chiesa sér verðskuldað upp í topp tíu og ætti að fá mjög góðan andstæðing næst. Það verður gaman að fylgjast með Chiesa en hann hefur sífellt komið á óvart síðan hann sigraði seríu 15 af The Ultimate Fighter.

Það er skammt stórra högga á milli hjá UFC þessa dagana. UFC 197 fer fram á laugardaginn þar sem Jon Jones snýr loksins aftur.

chiesa

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular