Thursday, April 25, 2024
HomeErlentÁtta manna fylgdarlið kom með Conor

Átta manna fylgdarlið kom með Conor

Conor McGregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Eins og við greindum frá í gær er Conor McGregor kominn til landsins. Hann kom þó ekki einsamall heldur með heilt lið með sér.

John Kavanagh, yfirþjálfari McGregor og Gunnars Nelson, er auðvitað með í för. Hann mun dvelja hér til mánudags eða þar til McGregor, Gunnar og restin af liðinu fer til Dublin. Þar mun lokaundirbúningurinn fyrir bardagakvöldið í Rotterdam fara fram þar sem Gunnar mætir Rússanum Albert Tumenov 8. maí.

UFC bardagamaðurinn Paddy Holohan var einnig með í för en hann mætir Willie Gates á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam. Þetta er í þriðja sinn sem Holohan kemur hingað til lands.

Bardagamenn á borð við Peter Quelly (8-2), Luka Ivana Jelcic (6-2) og Lee Hammond eru einnig með í för sem og aðrir óþekktari bardagamenn. Quelly hefur verið sagður nálægt því að komast í UFC og á bardaga á Ítalíu í maí í Venator FC. Luka Jelcic er króatískur bardagamaður og bjó um tíma hjá Diaz bræðrunum Nate og Nick. Conor McGregor er sem stendur að undirbúa sig fyrir bardaga gegn Nate Diaz á UFC 200 og ætti Jelcic því að koma að góðum notum.

Þá er sérstakur nuddari með í för sem kallaður er Dr. Pain. Nuddarinn hefur lengi fylgt McGregor og sér til þess að skokkurinn sé mjúkur og sprækur.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular