Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMatt Brown meiddur - Carlos Condit í leit að andstæðingi

Matt Brown meiddur – Carlos Condit í leit að andstæðingi

Annar spennandi bardagi féll niður í gær. Þeir Matt Brown og Carlos Condit áttu að mætast í apríl en því miður er Brown meiddur og getur ekki barist.

Nú hafa tveir af 10 áhugaverðustu bardögum mánaðarins fallið niður. Fyrst var það bardagi Tony Ferguson og Khabib Nurmagomedov og nú bardagi Condit og Brown. Í stað Ferguson kemur fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway en Condit hefur ekki fengið andstæðing.

Kapparnir áttu að mætast 14. apríl en Brown greindi frá því á dögunum að hann væri með slitið krossband.

#badnews

A post shared by Matthew Brown (@iamtheimmortal) on

Þetta átti að vera lokabardagi Brown en hann ætlaði upphaflega að hætta eftir sigur á Diego Sanchez í fyrra. Carlos Condit hefur sjálfur íhugað að hætta og spurning hvort hann fái nýjan andstæðing í tæka tíð.

Líkt og með þá Khabib og Ferguson var þetta ekki í fyrsta sinn sem UFC bókar bardaga á milli Brown og Condit. Þeir áttu upphaflega að mætast í desember 2013 en þá meiddist Brown einnig og gat ekki barist.

*Uppfært*

Alex Oliveira kemur inn í stað Brown og mætir Condit í apríl.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular