Wednesday, April 17, 2024
HomeForsíðaMjölnir Open fer fram í 13. sinn í dag

Mjölnir Open fer fram í 13. sinn í dag

Mjölnir Open fer fram í dag í húsakynnum Mjölnis í 13. sinn. 55 keppendur eru skráðir til leiks í ár frá fimm félögum.

Mótið er nokkurs konar óopinbert Íslandsmeistaramót í nogi glímu (án galla) og má gjarnan sjá færasta glímufólk landsins á mótinu.

Keppt er í fjórum þyngdarflokkum karla og tveimur þyngdarflokkum kvenna auk opinna flokka. Sighvatur Magnús Helgason og Ólöf Embla Kristinsdóttir unnu opnu flokkana í fyrra en þau eru hvorugt skráð til leiks í ár. Enginn af fyrri sigurvegurum opnu flokkanna undanfarin 13 ár eru skráðir til leiks í ár og verða því nýir meistarar í opnu flokkunum að þessu sinni.

Keppni hefst kl. 11 í dag og kostar 500 kr. inn.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular