spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMynd: Demian Maia með sýkingu

Mynd: Demian Maia með sýkingu

maia staphDemian Maia, sem hefur verið nefndur sem mögulegur andstæðingur Gunnars Nelson, verður frá í óakveðinn tíma eftir að hafa fengið sýkingu í lærið. Þetta kom fram í þættinum UFC Tonight í gærkvöldi.

Sýkingin er svo kölluð staph sýking og getur verið mjög smitandi. Á myndinni hér að ofan má sjá mynd af vinstra læri Maia.

Demian Maia sigraði Neil Magny með uppgjafartaki þann 1. ágúst. Hann hefur verið nefndur sem mögulegur andstæðingur Gunnars en sagði þó eftir Magny bardagann að hann vilji helst einhvern sem er fyrir ofan hann á styrkleikalistanum.

Eftir þessar fréttir er nánast hægt að útiloka að Maia verði á Dublin bardagakvöldinu. Eins og við greindum frá fyrr í vikunni hefur reynst erfitt að finna andstæðing fyrir Gunnar á bardagakvöldinu í Dublin.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular