Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMyndband: Alex Oliveira vinalegur í vigtuninni við Gunnar

Myndband: Alex Oliveira vinalegur í vigtuninni við Gunnar

Stemningin í vigtuninni fyrir UFC 231 var mjög vinaleg á milli Alex Oliveira og Gunnars Nelson. Kapparnir mætast á morgun í þrælspennandi bardaga.

Sjónvarpsvigtunin fyrir UFC 231 fór fram í Toronto fyrr í kvöld. Allir bardagamenn kvöldsins höfðu þegar náð tilsettri þyngd á hótelinu í morgun og var vigtunin í kvöld bara fyrir áhorfendur.

Alex Oliveira hefur verið vinalegur alla vikuna og var það sama uppi á teningnum í kvöld. Á sviðinu í vigtuninni stóðu þeir andspænis hvor öðrum í andartak áður en Oliveira tók bara utan um hann. Oliveira var að sjálfsögðu með kúrekahattinn á sviðinu.

Oliveira sýndi lófan á vigtinni þar sem stóð „Fé“ en það þýðist sem trú (e. faith) á íslensku máli. Nú er ekkert framundan nema bardaginn sjálfur og er spennan heldur betur farin að magnast.

Mynd: Snorri Björns.
Mynd: Snorri Björns.
Mynd: Snorri Björns.
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular