Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC 231? Hvenær berst Gunnar?

Hvenær byrjar UFC 231? Hvenær berst Gunnar?

UFC 231 fer fram í kvöld í Toronto, Kanada. Gunnar Nelson snýr aftur í búrið eftir langa fjarveru og tveir frábærir titilbardagar eru á dagskrá en hvenær byrjar allt þetta?

Hvorki meira né minna en 13 bardagar eru á dagskrá á laugardagskvöldið og hefst fyrsti bardaginn kl. 23 á Íslandi. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst svo kl. 3 á íslenskum tíma. Alla upphitunarbardaga kvöldsins er hægt að horfa á Fight Pass rás UFC með því að gerast áskrifandi af Fight Pass (tæpar 1000 ISK á mánuði). Hægt er að fá fría prufuáskrift í eina viku.

Aðalhluti bardagakvöldsins er sýndur á Stöð 2 Sport en einnig er hægt að kaupa (Pay Per View) aðalhluta bardagakvöldsins á Fight Pass (mánaðargjald+kaup á Pay Per View).

Gunnar er í þriðja bardaganum á aðalhluta bardagakvöldsins og er að berjast í kringum 4 leytið á íslenskum tíma. Tímasetningin er ekki heilög enda fer þetta allt eftir því hversu fljótir bardagarnir á undan eru að klárast.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 3:00)

Fjaðurvigt: Max Holloway gegn Brian Ortega
Fluguvigt kvenna: Valentina Shevchenko gegn Joanna Jędrzejczyk
Veltivigt: Alex Oliveira gegn Gunnari Nelson
Fjaðurvigt: Hakeem Dawodu gegn Kyle Bochniak
Léttþungavigt: Jimi Manuwa gegn Thiago Santos

Fox Sports 1 upphitunarbardagar (hefjast kl. 1:00)

Strávigt kvenna: Cláudia Gadelha gegn Nina Ansaroff
Léttvigt: Olivier Aubin-Mercier gegn Gilbert Burns
Fluguvigt kvenna: Katlyn Chookagiangegn Jessica Eye
Millivigt: Elias Theodorou gegn Eryk Anders

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast 23:00)

Bantamvigt: Brad Katona gegn Matthew Lopez
Veltivigt: Chad Laprise gegn Dhiego Lima
Léttvigt: Carlos Diego Ferreira gegn Kyle Nelson
Léttþungavigt: Devin Clark gegn Aleksandar Rakić

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular