Colby Covington ætlar ekki að láta nafn sitt gleymast og er mættur til Las Vegas með smá læti. Barist verður um veltivigtartitilinn en Covington vill meina að hann hafi átt að fá titilbardaga í stað Kamaru Usman.
Veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley mætir Kamaru Usman á laugardaginn á UFC 235 í Las Vegas. Fyrrum bráðabirgðarmeistarinn Colby Covington lét sjá sig á opnu æfingunni í gær með gjallarhorn þar sem hann áreitti Usman á meðan hann æfði.
A surprise guest just crashed Usman’s Open Workouts ? #UFC235 @ColbyCovMMA pic.twitter.com/TVw0q9igHw
— UFC (@ufc) February 28, 2019
Covington vill meina að hann hafi átt að fá titilbardagann í stað Usman. Dana White, forseti UFC, lét hafa eftir sér að Usman hafi fengið titilbardaga en ekki Covington þar sem Usman var tilbúinn að berjast við Covington um bráðabirgðarbelti í janúar á meðan Covington vildi einungis mæta Woodley.
Covington segir að hann hafi ekki enn fengið að ræða við Dana síðan Usman fékk titilbardagann. Covington fór því að leita að honum í Las Vegas í gær og fann hann á pókerborði. Dana var síður en svo sáttur með Covington og sagði honum að hætta að taka upp.
Here is Colby Covington looking for (and finding!) Dana White, who was gambling at the Palms, to confront him about why he is not fighting for the title at #UFC235 this weekend. pic.twitter.com/ej98P2hvXz
— Matthew Wells (@MrMWellsArt) March 1, 2019
Covington hefur ekki keppt síðan hann vann Rafael dos Anjos á UFC 225 í júní. Þar varð hann bráðabirgðarmeistari en var sviptur titlinum þegar hann gat ekki mætt Tyron Woodley á UFC 228 í september.