spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMyndband: Gunnar Nelson í The MMA Hour

Myndband: Gunnar Nelson í The MMA Hour

Gunnar Nelson var gestur í The MMA Hour hjá Ariel Helwani fyrr í dag. Gunnar spjallaði við hann frá hótelinu sínu í Kanada en Gunnar hélt utan á föstudag.

Gunnar mætir Alex Oliveira á UFC 231 í Toronto á laugardaginn. Þáttur Ariel Helwani er einn sá vinsælasti í MMA heiminum. Helwani starfar hjá ESPN og var dagskrá þáttarins þéttskipuð í dag. Auk Gunnars voru þeir Max Holloway og Brian Ortega en þeir berjast í aðalbardaganum á UFC 231.

Í viðtalinu talaði Gunnar um æfingarnar hjá Unnari Helgasyni en Gunnar er í fyrsta sinn með styrktar- og þrekþjálfara. Mynd af honum í fantaformi vakti athygli um helgina.

 

View this post on Instagram

 

One week? _ _ _ #UFC231 #MjolnirMMA #MjolnirStore #Sportvörur #2XU #BaklandMgmt

A post shared by Gunnar Nelson (@gunninelson) on

Þá sagði Gunnar að hann væri lítið að hugsa um tapið gegn Santiago Ponzinibbio en trúir því að hann fái annað tækifæri gegn honum einn daginn. Gunnar er ekki mikið að fylgjast með Ponzinibbio og sagðist ekki vita hvort Ponzinibbio hefði verið að pota í einhverja að undanförnu.

Gunnar segist hafa eitthvað að sanna enda mikilvægur bardagi en er þó bara eins og hver annar bardagi þar sem hann gerir bara sitt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular