Georges St. Pierre snýr aftur í búrið um næstu helgi eftir fjögurra ára hlé. UFC birti um helgina áhugaverðan heimildarþátt um endurkomu hans.
Georges St. Pierre (GSP) mætir Michael Bisping um millivigtartitil UFC í aðalbardaga kvöldsins á UFC 217. Bardagakvöldið fer fram í Madison Square Garden í New York og er um risaviðburð að ræða.
GSP var kóngurinn í veltivigt um árabil en eftir umdeildan sigur á Johny Hendricks í nóvember 2013 ákvað hann að láta beltið af hendi og taka sér pásu frá íþróttinni. Fyrr á þessu ári tilkynnti hann svo endurkomu sína.
GSP hefur langa og áhugaverða sögu að segja og er farið stuttlega yfir hana hér í þessum heimildarþætti.
https://www.youtube.com/watch?v=PngDeCFmbDQ