![](https://i2.wp.com/mmafrettir.is/wp-content/uploads/2019/06/Screen-Shot-2019-06-03-at-3.32.40-PM.png?fit=640%2C339&ssl=1)
UFC 238 fer fram á laugardaginn og er bardagakvöldið ansi veglegt. Countdown þættirnir fyrir bardagakvöldið eru komnir á sinn stað.
Tveir titilbardagar eru á dagskrá en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Henry Cejudo og Marlon Moraes um bantamvigtartitilinn. Cejudo er ríkjandi fluguvigtarmeistari og ætlar nú að reyna að verða meistari í tveimur flokkum á sama tíma.
Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Jessica Eye um fluguvigtartitil kvenna.
Þrátt fyrir tvo titilbardaga er einn mest spennandi bardagi kvöldsins á milli Tony Ferguson og Donald Cerrone þar sem enginn titill er í húfi.
Allan Countdown þáttinn í heild sinni má sjá hér.