Nate Diaz sigraði Conor McGregor með hengingu í gær á UFC 196. Sigurinn kom mörgum á óvart en ekki Nate Diaz.
Nate Diaz var við sama heygarðshornið eftir bardagann og er nokkuð sama um einhverja titla – hann vill bara stóra bardaga.
Diaz vill meina að ef hann hefði fengið lengi undirbúning fyrir bardagann hefði McGregor ekki getað snert hann í bardaganum. Diaz var ánægður með liðið sitt og kvaðst æfa með bestu bardagamönnum heims.
Diaz fannst þyngdin eða stærðin ekki skipta höfuð máli. Að hans mati var hann bara betri bardagalistamaður en McGregor og þess vegna sigraði hann.