spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkar ástæður til að horfa á UFC 170 í beinni á Stöð...

Nokkar ástæður til að horfa á UFC 170 í beinni á Stöð 2 Sport!

fightplay-ufc170a

Eins og flestum bardagaáhugamönnum er kunnugt um fer UFC 170 fram annað kvöld. Þar ber hæst að nefna að Ronda Rousey mætir Sara McMann í titilbardaga í bantamvigt kvenna. Báðar hafa þær unnið til verðlaun á Ólympíuleikunum en þær eru ekki einu Ólynpíufararnir á þessu kvöldi því Daniel Cormier hefur einnig keppt á Ólympíuleikunum. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að horfa á UFC 170.

  • Frábær kvennabardagi: Ronda Rousey ver belti sitt gegn Sara McMann en aðeins eru 8 vikur síðan Rousey barðist síðast. Ronda Rousey hlaut brons í júdó á Ólympíuleikunum 2008 en McMann hlaut silfur í glímu á Ólympíuleikunum 2004. Þetta verður því í fyrsta skipti í sögu UFC þar sem tveir Ólympíuverðlaunahafar mætast. Þetta verður áhugaverð rimma þar sem ólíkir bardagastílar mætast. Vinsældir Ronda Rousey sem íþróttamanns hafa dvínað eftir hegðun hennar í TUF og undarleg ummæli í fjölmiðlum. Það var púað á hana er hún gekk inn í búrið í síðasta bardaga og ekki skánaði það þegar hún neitaði að taka í hönd andstæðing síns, Miesha Tate, eftir sigur á henni. Það er ljóst að fólk elskar að hata hana og margir vonast eftir sigri McMann. Er McMann fær um að sigra Rousey?
  • Öskubuskuævintýri Cummins: Fyrir aðeins 10 dögum síðan átti Daniel Cormier að berjast gegn Rashad Evans og Cummins var að vinna á kaffihúsi. Evans meiddist hins vegar og steig Patrick Cummins upp. Cummins var á vakt í kaffihúsinu þegar hann fékk símtalið frá Dana White og var boðið að berjast gegn Cormier. Cummins var ekki lengi að segja já við White og hóf að segja sögur af því þegar hann sigraði Cormier í glímu og lét hann fara að gráta. Hann var á endanum rekinn af kaffihúsinu þar sem hann var í símanum (við White) á meðan hann átti að vera að afgreiða. Cummins fékk samning við UFC þrátt fyrir að hafa aðeins fjóra bardaga að baki og fær nú stærsta tækifæri lífs síns á laugardaginn. Sigri Cummins Ólympíufarann Cormier væru það einhver óvæntustu úrslit í sögu MMA og algjört Rocky augnablik!
  • Stígur Rory MacDonald upp? Þegar Rory MacDonald kom fyrst fram á sjónvarsviðið spáðu margir því að hann ætti eftir að verða meistari innan fárra ára. Leiðinleg frammistaða gegn Jake Ellenberger og tap gegn Robbie Lawler hefur minnkað allt slíkt tal. Eftir að liðsfélagi hans, meistarinn George St. Pierre, yfirgaf veltivigtina getur MacDonald gert atlögu að titlinum fyrir alvöru en fyrst þarf hann að fara í gegnum Demian Maia.
  • Karate vs. box: Þegar Stephen Thompson rotaði Dan Stittgen með hásparki í febrúar 2012 ætlaði allt um koll að keyra á netheimum. Sparkið þótti glæsilegt og voru væntingarnar gríðarlegar til hans. Eftir tap gegn Matt Brown minnkaði athyglin talsvert og hefur hann hálf gleymst í veltivigtinni. Eftir tvo sigra í röð er hann kominn á stórt bardagakvöld og fær verðugan andstæðing í Robert Whittaker. Whittaker sigraði TUF: The Smashes raunveruleikaseríuna (Ástralía vs. Bretland) og hefur litið ágætlega út í þremur UFC bardögum. Hann er með skemmtilegan box stíl og notar stunguna mikið. Þó Stephen “Wonderboy” Thompson sé orðinn 31 árs eru enn einhverjir sem vonast eftir að þessi karate strákur springi út. Þrátt fyrir að Whittaker sé einnig með svart belti í karate er hann með box stíl og verður gaman að sjá þessa tvo ólíku stíla mætast.
Thompson rotar Stittgen.
  • Raphael Assuncao berst gegn óþekktum andstæðingi: Það er í raun fáranlegt að Assuncao sé að berjast í upphitunarbardaga. Hann sigraði síðast TJ Dillashaw í október í frábærum bardaga og er sagður 4. besti bantamvigtarmaðurinn í UFC. Undir réttum kringumstæðum ætti hann að vera að berjast við mun stærra nafn heldur en Pedro Munhoz. Það ber þó að hafa í huga að Munhoz er að fylla í skarðið fyrir Francisco Rivera sem meiddist en af hverju átti Assuncao að berjast við Rivera í upphitunarbardaga á UFC 170?
  • Er Pedro Munhoz jafn góður og menn halda? Munhoz var talinn einn af efnilegustu bardagamönnum heims utan UFC og fær nú tækifæri á stóra sviðinu. Eins og við greindum frá í október gæti Munhoz verið einn af stjörnum framtíðarinnar frá Brasilíu. Munhoz er mjög góður glímumaður og hefur sigrað alla 10 bardaga sína, þar af 6 eftir uppgjafartak. Sennilega er Assuncao of stór biti fyrir Munhoz á þessum tímapunkti en hann á eftir að láta Assuncao hafa fyrir sigrinum.
  • “Mini” Jon Jones mætir: Eins og með Munhoz þykir Aljamain Sterling einn af þeim efnilegri í bransanum. Sterling hefur verið sagður bantamvigtar útgáfan af Jon Jones! Hann er góður glímumaður og notar mikið af sömu spörkum og Jones. Sterling æfir hjá Serra-Longo (eins og Chris Weidman) og verður gaman að sjá hvernig þeir geta mótað þennan efnilega bardagamann.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular