spot_img
Sunday, November 24, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Blaydes vs. Ngannou...

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Blaydes vs. Ngannou 2

UFC er með bardagakvöld í Beijing á morgun, laugardag. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Alistair Overeem og Curtis Blaydes en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagana á morgun.

Bætir Curtis Blaydes fyrir tapið?

Þetta er í annað sinn sem þeir Blaydes og Ngannou mætast. Þá sigraði Ngannou en síðan þá hefur margt breyst. Blaydes var á þeim tíma bara að æfa í einhverri UFC líkamsræktarstöð með enga þjálfara með sér og æfði bara fjóra tíma á viku. Eftir tapið flutti hann til Denver og byrjaði að æfa með Team Elevation og hefur tekið miklum framförum síðan þá. Ngannou átti góðu gengi að fagna og barðist um titilinn en hefur nú tapað tveimur bardögum í röð. Þetta gæti verið geggjaður bardagi og spurning hvort að Blaydes nái að hefna fyrir tapið síðan 2016.

Nýtt nafn í þungavigtinni?

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Alistair Overeem og Sergey Pavlovich. Þetta er frumraun þess síðarnefnda í UFC og er hann 12-0 á ferli sínum í MMA. Á sama tíma er Overeem með 60 baradaga í MMA en hefur verið rotaður illa í síðustu tveimur bardögum sínum. Pavlovich fær erfitt próf en getur með sigri stimplað sig vel inn í þungavigtina. Overeem skal þó ekki vanmeta þó hann sé með mörg töp á bakinu. Það er oft himinn og haf á milli þeirra bestu og svo þeirra sem eru utan UFC. Á Pavlovich heima meðal þeirra bestu?

Kínverjar láta ljós sitt skína

Tveir kínverskir bardagamenn eru á aðalhluta bardagakvöldsins og mæta öðrum tiltölulega óþekktum bardagamönnum. Hinn tvítugi Song Yadong er að æfa hjá Team Alpha Male og hefur klárað báða bardaga sína í UFC til þessa. Yadong er klárlega einn sá efnilegasti sem Kína hefur framleitt og verður áhugavert að sjá hvort hann geti orðið stór stjarna fyrir asíska markaðinn. Hann er fjörugur bardagamaður og mætir Vince Morales í bantamvigt.

Li Jingliang hefur verið sá kínverski bardagamaður sem hefur náð hvað lengst í MMA en þessi þrítugi bardagamaður mætir David Zawada á morgun. Jingliang hefur gert vel í að vinna þessa minni spámenn en lent í erfiðleikum gegn þeim sterkari. Zawada er einmitt andstæðingur sem Jingliang er vanur að vinna og gæti Kína nælt í nokkra sigra á heimavelli á morgun. Auk þess verður gaman að sjá hvað Weili Zhang getur gert í strávigtinni en hún mætir Jessicu Aguilar.

Skemmtilegur tími

Það er alltaf skemmtilegt þegar UFC er með bardagakvöld í Evrópu og Asíu. Aðalhluti bardagakvöldsins er á þægilegum tíma eða kl. 11:30 í hádeginu. Fyrstu bardagarnir byrja kl. 8:15 sem er kannski full snemmt fyrir suma en skemmtileg tilbreyting frá bardagakvöldunum í Bandaríkjunum.

Ekki gleyma

Á kvöldinu eru nokkrir spennandi bardagar sem vert er að hafa auga með. Kevin Holland og John Phillips mætast í millivigt og gæti það verið skemmtilegur bardagi. Þá mun Louis Smolka snúa aftur í UFC en hann hefur tekið til í lífinu sínu og viðurkenndi nýlega að hann hefði átt við áfengisvandamál að stríða. Smolka mætir Su Mudaerji í fyrsta bardaga kvöldsins og verður áhugavert að sjá hvort Smolka nái að sýna sínar réttu hliðar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular