spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Namajunas vs. VanZant

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Namajunas vs. VanZant

rose namajunas paige vanzantÍ kvöld fer fram fyrsti UFC viðburðurinn af þremur í þessari viku. Þar mætast þær Rose Namajunas og Paige VanZant í aðalbardaga kvöldsins en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagakvöldið.

  • Fyrsta tap Paige VanZant í UFC? Paige VanZant er upprennandi stjarna í MMA. Hún hefur hlotið mikla athygli þann stutta tíma sem hún hefur verið í UFC og fær nú stóran bardaga. Rose Namajunas verður hennar lang erfiðasti andstæðingur til þessa og verður áhugavert að sjá hvernig VanZant hefur bætt sig síðan við sáum hana síðast. VanZant er með holur í leik sínum sem Namajunast gæti nýtt sér. Það er líklegt að sigurvegarinn úr þessum bardaga fái næsta titilbardaga í strávigt kvenna.
  • Fáum við annað rúst frá Sage Northcutt? Síðast þegar við sáum Sage Northcutt rústaði hann andstæðingi sínum á 57 sekúndum. Northcutt er aðeins 19 ára gamall og á bjarta framtíð framundan. Í kvöld mætir hann Cody Pfister en miðað við veðbankana á Pfister afskaplega litla möguleika gegn Northcutt. Flestir búast við öðru rústi frá Northcutt en Pfister er sterkari andstæðingur en Trevino svo við sjáum til hvort það rætist. Northcutt hefur að hluta til æft hjá Tristar fyrir þennan bardaga og vonandi fáum við að sjá meira af honum heldur en síðast.
  • Tim Means berst: Tim Means er aldrei í leiðinlegum bardögum en á morgun mætir hann John Howard. Bardagar Means eru alltaf bannaðir börnum og má búast við miklum átökum á morgun. Means hefur unnið 16 bardaga með rothöggi en hann er að koma til baka eftir tap gegn Matt Brown á UFC 189.
  • Vinnur Omari Akhmedov sinn þriðja bardaga í röð? Omari Akhmedov hefur sigrað tvo bardaga í röð síðan hann tapaði fyrir Gunnari Nelson í mars 2014. Hann mætir Sergio Moraes í kvöld sem er svart belti í brasilísku jiu-jitsu líkt og Gunnar. Sergio Moraes er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og mun eflaust reyna að klára Akhmedov líkt og Gunnar.
  • Framtíðin í bantamvigtinni: Aljamain Sterling mætir Johny Eduardo í frábærum bardaga í bantamvigtinni. Að margra mati er Sterling framtíðin í bantamvigtinni en hann hefur sigrað alla 11 bardaga sína. Hann mætir Johny Eduardo í kvöld sem hefur ekkert barist síðan í maí 2014. Eduardo er Muay Thai þjálfari Nova Uniao þar sem Jose Aldo æfir og verður gaman að sjá hann loksins aftur í búrinu.

Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. það er engin manneskja með holur í stíl réttar væri að seiga vörnin lekur eða það eru göt í sóknarstíl hennar eða vörn, með virðingu og takk fyrir síðuna.:-)

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular