spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á Bellator 142

Nokkrar ástæður til að horfa á Bellator 142

bella

Bellator hirðir sviðsljósið þessa helgi í fjarveru UFC. Í samstarfi við Glory verður sett á svið 20 bardaga kvöld með bæði MMA og sparkbox bardögum. Kvöldið hefur upp á ýmislegt áhugavert að bjóða, lítum yfir það helsta.

  • Tækifæri til að sjá Tito Ortiz laminn: Hinn fertugi Tito Ortiz er búinn að koma sér í titilbardaga í léttþungavigt gegn Liam McGeary. McGeary er enginn Jon Jones en hann er ósigraður, á fínum aldri (32) og sannaði sig þegar hann tók titilinn af hinum seiga Emanuel Newton í febrúar.
  • Paul Daley í sparkbox bardaga: Paul Daley er alltaf skemmtilegt sjónvarpsefni, sérstaklega í bardögum sem haldast standandi. Hér berst hann í sparkbox bardaga sem tryggir einmitt það. Það skrítna er að andstæðingurinn er MMA bardagamaðurinn Fernando Gonzalez sem hefur aldrei keppt í sparkboxi.

PD

  • Áhugavert mót í léttþungavigt: Þetta kvöld verður fjögurra manna útsláttarmót í léttþungavigt. Í því keppir meðal annars Phil Davis hans fyrsta bardaga í Bellator. Hinir keppendurirnir eru Emanuel Newton, Muhammed ‘King Mo’ Lawal og Linton Vassell. Sigurvegararnir berjast svo síðar um kvöldið við hvorn annan og sá sigurvegari berst um titilinn í náinni framtíð. Slíkar einnar nætur útsláttarkeppnir heyra sögunni til en nú hefur Bellator ákveðið að hýsa eitt slíkt annað kvöld.
  • Frumraun Josh Thomson: Þetta kvöld verður einnig fyrsti bardagi Josh Thomson eftir að hafa yfirgefið UFC. Andstæðingur hans er Mike Bronzoulis sem er reynslumikill bardagamaður með 27 bardaga á ferilskránni.

Þetta verður skemmtilegt bardagakvöld en kannski er Bellator að missa sig í markaðssetningunni með því að kalla þetta stærsta kvöld í sögu bardagaíþrótta.

Bardagakvöldið fer fram á morgun og lítur svona út:

Léttþungavigt (MMA) Liam McGeary (c) vs. Tito Ortiz
Léttþungavigt (MMA) Úrslitarimman í útsláttarkeppninni
Léttþungavigt (Kickboxing) Saulo Cavalari vs. Zack Mwekassa
Léttvigt (MMA) Josh Thomson vs. Mike Bronzoulis
Veltivigt (Kickboxing) Paul Daley vs. Fernando Gonzalez
Bantamvigt kvenna (Kickboxing) Keri Anne Taylor-Melendez vs. Hadley Griffith
Léttþungavigt(MMA) Emanuel Newton vs. Phil Davis
Léttþungavigt(MMA) Muhammed Lawal vs. Linton Vassell

Upphitunarbardagar kvöldsins:

Fjaðurvigt (MMA) Victor Jones vs. David Blanco
Fluguvigt kvenna(MMA) Gloria Telles vs. Alysia Cortez
Léttvigt (MMA) Nick Pica vs. Mauricio Alonso
Léttvigt (Kickboxing) Jose Palacios vs. TJ Arcengal
Millivigt (MMA) Brandon Hester vs. DeMarco Villalona
Léttvigt (MMA) Israel Delgado vs. JJ Okanovich
Veltivigt (MMA) James Terry vs. Carlos Eduardo Rocha
Fluguvigt(MMA) Matt Ramirez vs. Josh Paiva
Fjaðurvigt (Kickboxing) Serhiy Adamchuck vs. Anvar Boynazarov
Bantamvigt (MMA) Gabe Carrasco vs. Joe Neal
Léttvigt (MMA) Adam Piccolotti vs. Marlen Magee
Fjaðurvigt (MMA) Ousmane Thomas Diagne vs. Mike Malott
Léttþungavigt(MMA) Francis Carmont vs. Roy Boughton

josh

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular