spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC 178

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 178

Það er ekki skortur á ástæðum til að horfa á UFC 178 núna um helgina. Á pappír er þetta eitt besta kvöld ársins.

Upphaflega átti kvöldið að vera enn betra með titilbardaga á milli Jon Jones og Daniel Cormier. Jones meiddist hins vegar og við fáum í staðinn titilbardaga með Demetrious „Mighty Mouse“ Johnson sem öllum virðist alveg sama um. Það skrítna við þetta kvöld er að allir bestu bardagarnir eiga sér stað fyrr um kvöldið. Kíkjum á helstu ástæður til að horfa á UFC þessa helgina.

conor-mcgregor

  • Conor McGregor snýr aftur! Í raun þarf ekki aðra ástæðu til að horfa á þetta kvöld. Írinn litríki er óðum að verða ein skærasta stjarna UFC. Sigri hann þennan bardaga á móti hinum erfiða Dustin Poirier, sem er skráður nr. 5 á styrkleikalistanum, eru honum allir vegir færir.
  • Eddie Alvarez kominn í UFC: Margir hafa beðið þessarar stundar með mikilli eftirvæntingu. Árum saman hefur Alvarez verið talinn einn besti MMA bardagamaður í heimi utan UFC. Á laugardagskvöldið breytist það. Það verður mjög spennandi að sjá hvort hann standi undir væntingum.
  • cerrone„Cowboy“ Cerrone er að berjast: Það er alltaf tilefni til að fagna þegar Donald Cerrone mætir í átthyrninginn. Cerrone er einn skemmtilegasti bardagamaður í heimi og einn sá duglegasti en þetta verður fjórði bardagi hans á árinu. Hann kláraði hina þrjá í samtals fjórum lotum. Hann mætir nú Eddie Alvarez í mögnuðum bardaga.
cruz
Cruz gegn Jorgensen
  • Cruz snýr aftur eftir þriggja ára fjarveru: Fyrrverandi meistarinn í bantamvigt Dominick Cruz snýr aftur eftir ótrúlega hrinu meiðsla. Cruz tapaði aldrei titlinum í búrinu og mun því koma til baka eins og óður hundur og heimta bardaga við núverandi meistara, T.J. Dillashaw, sigri hann Takeya Mizugaki á laugardagskvöldið.
  • yoel-romero-flying-kneeGlímuskrímsli mætast: Hér er bardagi fyrir glímunörda. Yoel Romero er einn besti ólympíski glímukappinn sem keppt hefur í MMA. Á laugardagskvöldið mætir hann Tim Kennedy sem er einn sá besti í MMA glímu ef svo má segja. Spurningin er hvort að hreinræktaða glíman eða MMA glíman hafi yfirhöndina.
  • Hörku kvennabardagi: Það bætir alltaf svolitlu kryddi við þegar það er góður kvennabardagi á bardagakvöldi. Að þessu sinni fáum við tvær grjótharðar, Cat Zingano og Amanda Nunes. Það er ekki ólíklegt að sigurvegarinn fái tækifæri á móti meistaranum Rondu Rousey.
spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular