spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC 182

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 182

ufc 1823. janúar er kvöldið sem bardagaaðdáendur hafa lengi beðið eftir. Loksins fáum við að sjá Daniel Cormier og Jon Jones mætast! Það ætti að vera næg ástæða til að horfa annað kvöld en hér eru fleiri ástæður til að horfa á UFC 182.

  • Jones og Cormier útkljá sín mál: Þessi bardagi hefur verið lengi í uppsiglingu og mætast nú loksins annað kvöld. Jones og Cormier hafa um langt skeið talað illa um hvorn annan í viðtölum þrátt fyrir að hafa verið í sitt hvorum þyngdarflokkinum áður en Cormier færði sig niður í léttþungavigt. Slagsmálin á blaðamannafundinum í ágúst jók á eftirvæntinguna enn meir. Annað kvöld munu þeir útkljá sín mál.
  • Hversu góður er Myles Jury? Það fór ekki mikið fyrir Myles Jury í The Ultimate Fighter en hann er 6-0 í léttvigtinni í UFC og fær sinn erfiðasta andstæðing til þessa á morgun – Donald Cerrone. Takist Jury að sigra Cerrone setur það hann meðal fremstu manna í léttvigtinni.
  • Skemmtilegur bardagi í fluguvigt: Kyoji Horiguchi er kannski ekki þekktasta nafnið í UFC en hann er einn skemmtilegasti fluguvigtarmaðurinn í dag og með níu rothögg á ferilskránni. Hann mætir Louis Gaudinot og ætti bardaginn að verða þrælgóð skemmtun. Horiguchi er nafn sem þið ættuð að leggja á minnið.
  • Hvernig mætir Lombard til leiks? UFC ferill Hector Lombard hefur verið sveiflukenndur. Hann olli talsverðum vonbrigðum gegn Tim Boetsch og Yushin Okami en sigraði Jake Shields, Rousimar Palhares og Nate Marquardt afar sannfærandi. Það verður því áhugavert að sjá hvaða Lombard mætir til leiks annað kvöld. Ef við fáum svipaða frammistöðu frá Lombard eins og gegn Nate Marquardt gæti þetta orðið erfitt (en stutt) kvöld fyrir Josh Burkman.
  • Kemst Omari Akhmedov aftur á sigurbraut? Annað kvöld berst Rússinn Omari Akhmedov í fyrsta sinn síðan Gunnar Nelson sigraði hann í mars á síðasta ári. Hann mætir Svíanum Mats Nilsson í 2. bardaga kvöldsins og verður áhugavert að sjá hvort hann komist aftur á sigurbraut.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst á miðnætti annað kvöld á Fightpass en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular