spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 194: José Aldo gegn...

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 194: José Aldo gegn Conor McGregor

ufc 194 2

Ef þú ert í einhverjum vafa um hvort þú ættir að horfa á UFC 194 eða ekki, þá ert þú einfaldlega ekki MMA aðdáandi.

Þetta bardagakvöld er svo rosalegt að enginn trúði því að það myndi haldast saman í heilu lagi. En kraftaverkin gerast, MMA guðirnir hafa blessað þetta kvöld og er ekkert eftir en að bíða í nokkra klukkutíma og njóta.

  • Stærsti bardagi í sögu íþróttarinnar: Engum bardaga í sögu MMA hefur verið beðið eftir með jafn mikilli eftirvæntingu og bardagi José Aldo og Conor McGregor. Við erum með meistara sem hefur barist við alla en hefur ekki tapað í tíu ár. Á sama tíma er hinn hrokafulli McGregor sem hefur gert allt sem hann spáði fyrir um og virðist hafa hæfileikana til að sigra meistarann. Enginn veit hvað gerist þegar þessir tveir stíga í búrið. Ætlar þú að missa af því?

Conor McGregor Knockdowns Dennis Siver UFC Fight Night 59 Boston

  • Stærsti bardagi Gunnars Nelson: Á sama kvöldi fáum við bardaga Gunnars Nelson og Demian Maia. Maia er fyrsti topp tíu andstæðingur Gunnars og sigur mun skjóta honum upp í þann virta hóp bardagamanna. Það verður auk þess unun að sjá þessa stíla mætast. Hvað gerist þegar bardaginn fer í gólfið?

<> in their welterweight fight during the UFC 189 event inside MGM Grand Garden Arena on July 11, 2015 in Las Vegas, Nevada.

  • Titilbardagi í millivigt: Bardagi Chris Weidman og Luke Rockhold væri risastór aðalbardagi á öllum öðrum bardagakvöldum. Hér mætast stál í stál, tveir granítharðir bardagamenn á besta aldri. Þessir tveir tapa bara ekki en að þessu sinni verður einhver að gera það.
  • Glímutröll berjast um efsta sætið: Bardagi Jacare Souza og Yoel Romero ætti að skera úr um hver verður næstur til að skora á meistarann í millivigt. Hér mætast tveir glímusnillingar, einn úr jiu-jitsu, hinn úr ólympískri glímu. Báðir eru höggþungir og hættulegir alls staðar. Ekki skreppa á klósettið þegar þessir mæta til leiks.
  • Stríð: Fyrsti bardagi kvöldsins á milli Max Holloway og Jeremy Stephens ætti að verða mjög fjörugur. Báðir elska að láta höggin flæða og sennilega endar einhver með stjörnur í augunum.

jeremy

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular