spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 199

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 199

UFC-199

UFC 199 hefur allt sem MMA aðdáendur gætu óskað sér, þ.e. fyrir utan súperstjörnu á borð við Conor McGregor. Kvöldið er drekkhlaðið af spennandi viðureignum í flestum þyngdarflokkum og ætti að hafa eitthvað fyrir alla, kíkjum á þetta.

  • Titilbardagar: Það verða tveir titilbardagar þetta kvöld í millivigt og bantamvigt. Dominick Cruz klárar þríleikinn gegn Urijah Faber og Michael Bisping fær loksins tækifæri til að berjast um titil, verst að það er gegn Luke Rockhold sem flengdi hann árið 2014.
  • Mikilvægir bardagar. Í fjaðurvigt berjast Ricardo Lamas og Max Holloway um réttinn til að berjast um beltið. Þ.e. þeir vona það en ekkert er auðvitað meitlað í stein í UFC. Sigri Holloway hins vegar verður það 9. sigurinn í röð og þá verður nær ómögulegt að neita honum um titilbardaga. Annar mikilvægur bardagi til að hafa augastað á er Dustin Poirier gegn Bobby Green en sigurvegarinn ætti að skjóta sér upp í topp tíu í léttvigt.
Max Holloway
Max Holloway
  • Framtíðar stjörnur: Snemma um kvöldið berjast þeir Tom Breese og Sean Stricktland sem báðir eru mjög efnilegir veltivigtarmenn. Miklar vonir eru sérstaklega bundnar við Breese frá Englandi svo það verður gaman að sjá hvað gerist. Hafið einnig auga á Brian Ortega sem er ósigraður og frægur fyrir frábæra “triangle” hengingu.
Ortega
Brian Ortega
  • Gamlar hundar: Þeir gerast ekki mikið eldri en Dan Henderson enda er hann orðinn 45 ára kallinn og elsti bardagamaðurinn í UFC. Hann lumar þó enn á H-bombunni og getur alltaf komið á óvart. Clay Guida verður einnig á svæðinu, hann er kannski ekki svo gamall í árum (34) en hann er orðinn slitinn enda búinn að berjast í 13 ár og þar af eru tíu bardagar í UFC. Það er líka alltaf jafn gaman að sjá bróður hans löðrunga hann fyrir bardaga.
  • Höggþungir andskotar: Það þarf varla að kynna Hector Lombard en hann hefur rotað 19 andstæðinga til þessa. Hann er álíka hættulegur og Vitor Belfort í fyrstu lotu svo það gulltryggir nokkrar spennandi mínútur. Luke Rockhold kann líka að láta menn finna fyrir því með höggum og spörkum þó svo hann klári gjarnan með uppgjafartaki. Rockhold er búinn að lofa einhverju svakalegu á laugardagaskvöldið. Nú er að bíða og sjá.
lombardpalhares
Hector Lombard
  • Tæknilegir snillingar: Kvöldið býður upp á nokkra svartbeltinga í jiu-jitsu svo sem Kevin Casey, Cole Miller, Jessica Penne, Brian Ortega og Beneil Dariush. Standandi verður svo gaman að fylgjast með Dominick Cruz leika listir sínar.

Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst bein útsending kl 2. Fyrstu bardagar kvöldsins verða þó á Fight Pass rás UFC og hefst fjörið kl 22:15 annað kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular