spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Boetsch vs. Henderson

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Boetsch vs. Henderson

ufc fight night hendo vs. boetschAnnað kvöld fer fram bardagakvöld í New Orleans, Bandaríkjunum. Aðalbardagi kvöldsins er sögulega óspennandi viðureign milli Tim Boetsch og Dan Henderson. Það eru þó nokkrir bardagar sem gætu orðið mjög skemmtilegir og hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagana annað kvöld.

  • Rothögg í þungavigt: Tveir bardagar í þungavigt eru á dagskrá annað kvöld. Fyrst mætast þeir Shawn Jordan og Derrick Lewis en í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast Matt Mitrione og Ben Rothwell. Líkurnar á rothöggi í þessum bardögum eru ansi miklar en samanlagt hafa þessir kappar sigrað 52 bardaga með rothöggi! Það er ótrúleg tölfræði og fáum við pottþétt eitt rothögg á morgun.
  • Demanturinn berst aftur: Dustin ‘The Diamond’ Poirier mætir Yancy Medeiros en þetta verður annar bardagi hans síðan hann færði sig upp í léttvigt. Poirier leit virkilega vel út síðast og mun vonandi sýna svipaða frammistöðu annað kvöld. Aðeins fimm af 35 bardögum þessara kappa hafa endað í dómaraákvörðun og því líklegt að við fáum rothögg eða uppgjafartak.
  • Omari Akhmedov: Rússinn höggþungi sem Gunnar Nelson sigraði eftirminnilega í mars í fyrra berst annað kvöld gegn Brian Ebersole. Þetta verður 70. bardagi Ebersole á ferlinum en hinn 34 ára Ebersole hefur ekki verið kláraður síðan 2008. Akhmedov mun væntanlega leitast eftir rothögginu snemma en það gæti reynst erfitt gegn reynsluboltanum.
  • Aðrir áhugaverðir bardagar: Það verður gaman að sjá Joe Soto aftur en hann hefur ekkert barist síðan hann fékk óvæntan titilbardaga gegn TJ Dillashaw í fyrra. Þá gæti bardagi Francisco Rivera og Alex Caceres verið þrælskemmtilegur.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23 annað kvöld en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2. Hægt er að horfa á allt bardagakvöldið á Fight Pass rás UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular