spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Mendes vs. Lamas

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Mendes vs. Lamas

MendesvsLamasÁ morgun fer fram skemmtilegt Fight Night bardagakvöld þar sem Chad Mendes og Ricardo Lamas mætast í aðalbardaganum. Þetta er með betri Fight Night bardagakvöldum í langan tíma og nóg af skemmtilegum bardögum framundan.

Það hefur verið lítið um meiðsli á bardagakvöldinu og er bardagakvöldið nánast eins og það átti að vera.

  • Fyrsti bardagi hefst kl 15! Það er ekki oft sem UFC bardagar eru á eðlilegum tíma hér á Íslandi. Það er eiginlega villandi að tala um bardagakvöld þar sem bardagarnir eru snemma í Bandaríkjunum. Fyrsti bardagi dagsins hefst kl 15 og aðalhluti bardagakvöldsins kl 17 að íslenskum tíma. Það er lang besta ástæðan til að horfa á morgun.
  • Frábær fjaðurvigtarbardagi: Þeir Chad Mendes og Ricardo Lamas eru tveir af betri fjaðurvigtarmönnum veraldar og mætast í aðalbardaganum. Báðir eru þeir sterkir glímumenn, báðir hafa þeir lent í orðaskiptum við Conor McGregor og báðir hafa þeir tapað gegn núverandi meistara, Jose Aldo. Þetta verður því spennandi viðureign á morgun en sigurvegarinn mun væntanlega vonast eftir að fá annað tækifæri á beltinu von bráðar.
  • Skemmtun í léttvigtinni: Þeir Al Iaquinta og Jorge Masvidal mætast í næstsíðasta bardaganum og ætti bardaginn að verða góð skemmtun. Báðir eru þekktir fyrir fjör í búrinu og báðir hafa þeir sigrað síðustu þrjá bardaga sína.
  • Julianna Pena snýr aftur: Julianna Pena berst í fyrsta sinn síðan hún sleit nánast allt sem hægt var að slíta í hægri hnénu. Pena hefur ekki barist síðan hún sigraði 18. seríu TUF og verður gaman að sjá hvernig hún kemur aftur til leiks.
  • Fyrsti bardagi Dustin Poirier í léttvigt: Dustin Poirier hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor í september í fyrra. Hann hefur nú ákveðið að færa sig upp í léttvigtina og mætir svartbeltingnum Carlos Diego Ferreira. Þetta er ekta „striker vs. grappler“ bardagi og ætti að vera góð skemmtun.
  • Síðasti bardagi Gray Maynard? Gray Maynard hefur átt afar erfitt uppdráttar síðan hann barðist um titilinn gegn Frankie Edgar. Hann hefur tapað þremur bardögum í röð, allt eftir rothögg, og vilja margir meina að hann eigi að leggja hanskana á hilluna. Maynard telur að hann eigi enn heima í UFC og mætir Alexander Yakovlev á morgun. Tap gegn þessum tiltölulega óþekkta Rússa mun væntanlega marka endalok hans í UFC.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular