Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC um helgina

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC um helgina

Það er nóg um að vera hjá UFC um helgina enda fara tvö bardagakvöld fram. Annað bardagakvöldið fer fram í Sydney í Ástralíu á meðan hitt fer fram í Uberlandia í Brasilíu. Það eru nokkrir mjög áhugaverðir bardagar á dagskrá en hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir ekki að láta bardagana framhjá þér fara.

bisping rockhold

  • Frábær millivigtarslagur: Einn áhugaverðasti bardagi helgarinnar er viðureign Luke Rockhold og Michael Bisping. Eins og fyrir alla bardaga með Bisping nær Bretinn að kveikja mikinn áhuga enda ótrúlega fær í kjaftinum. Luke Rockhold er fyrrum Strikeforce meistarinn og að margra mati á hann eftir að skora á millivigtarmeistarann Chris Weidman í náinni framtíð. Mikil spenna hefur verið á milli Rockhold og Bisping undanfarna mánuði og munu þeir loksins útkljá sín mál í nótt.
  • Shogun: Fyrir Shogun aðdáendur er þetta ekkert sérstaklega góð ástæða þar sem Shogun er langt frá sínu besta og líklegast búinn. Það er hreinlega erfitt fyrir Shogun aðdáendur horfa á þessa goðsögn tapa en Shogun sjálfur er ekkert á þeim buxunum að hætta. Hann ætti aftur á móti að eiga ágætis möguleika á sigri annað kvöld þar sem hann mætir Ovince St. Preux í aðalbardaga kvöldsins í Brasilíu. Með fullri virðingu fyrir St. Preux er þetta bardagi sem Shogun á (og verður) að vinna.
  • Mikilvægur bardagi í fluguvigtinni: Þeir John Lineker og Ian McCall mætast í Uberlandi annað kvöld og gæti sigurvegarinn fengið titilbardaga næst. McCall er 3. og Lineker 6. á styrkleikalista UFC í fluguvigtinni og verður áhugavert að sjá hvort að McCall nái að höndla höggþunga Lineker. McCall er góður á öllum vígstöðum og gerði jafntefli gegn meistaranum Demetrious Johnson í fyrsta bardaganum í sögu fluguvigtarinnar. Þetta ætti að vera mjög áhugaverður bardagi sem virðist samt ekki vera að fá þá athygli sem hann á skilið.
  • Efnilegur Brasilíumaður: Í Brasilíu berst Thomas ‘Thominhas’ Almeida sinn fyrsta UFC bardaga. Þessi 23 ára bardagamaður hefur klárað alla 16 bardaga sína (13 með rothöggi og þrjá eftir uppgjafartök) og gæti farið langt í UFC. Almeida berst í bantamvigt og mætir Tim Gorman annað kvöld. Þess má til gamans geta að Almeida var á lista MMA Frétta yfir stjörnur framtíðarinnar frá Brasilíu en listann má sjá hér.

Bardagakvöldið í Ástralíu hefst að miðnætti í kvöld og aðalhluti bardagakvöldsins (e. main card) kl 3 aðfaranótt laugardags. Aðalhluti bardagakvöldsins í Brasilíu hefst kl 22:30 annað kvöld.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular