spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaOpnunarhátíð Mjölnis fer fram á morgun

Opnunarhátíð Mjölnis fer fram á morgun

Mjölnir mun opna nýja æfingaaðstöðu sína í Öskjuhlíðinni á morgun, laugardag. Sérstök opnunarhátíð fer þá fram og er hátíðin öllum opin.

Hátíðin fer fram á laugardag á milli 14 og 16 en æfingar samkvæmt stundaskrá byrja í nýju aðstöðunni á mánudaginn.

Það verður nóg um að vera á laugardaginn en Gunnar Nelson og Sunna Rannveig munu árita myndir, upphýfingarkeppni fer fram og þá verður Keppnislið Mjölnis með opna æfingu. Auk þess verður kynning á helstu starfssemi félagsins og boðið upp á axlarnudd og klippingu.

Dagskrá dagsins má sjá hér að neðan en um kvöldið verður svo partý í Drukkstofunni. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.

Grettisalur
14.00 – 15:00 Gunnar Nelson og Sunna ‘Tsunami’ árita og taka myndir
14:00 – 16:00 Kynning á barnastarfi Mjölnis
14:00 – 16:00 Kynning á Brasilísku Jiu Jitsu

Þórssalur
14:30 – 16:00 Opin æfing hjá keppnisliði Mjölnis
14:00 – 16:00 Kynning á kickboxi og boxi

Týssalur
14:30 – 16:00 Kynning á ISR Öryggistaka og Neyðarvarnar námskeiðum
14:30 – 16:00 Kynning á Mjölnisyoga

Hel
14:00 – 16:00 Kynning á Víkingaþreki
15:00- 16:00 Upphífingarkeppni

Járnsaxa Hárgreiðslu og Rakarastofa
14:00 – 16:00 Klipping hjá Sunnu og Kötu
14:00 – 16:00 Sjampó bar ( blandaðu þitt eigið sjampó )

Óðinsbúð
30% afsláttur af Mjölnimerktum vörum
Sunna “Tsunami” frumsýnir og áritar nýja bolinn sinn

Drukkstofan
Frítt kaffi og með-því
Bjór 30% afsláttur

Jötungrip Nuddstofa
Frítt 5 mín axlarnudd

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular