spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaRory MacDonald ekki lengur á styrkleikalistanum - Gunnar Nelson kominn á topp...

Rory MacDonald ekki lengur á styrkleikalistanum – Gunnar Nelson kominn á topp 10

Robbie_Lawler_vs_Rory_MacDonaldRory MacDonald er ekki lengur á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Af þeim sökum færðust margir bardagamenn upp og situr nú Gunnar í 10. sæti styrkleikalistans.

Þó það sé gaman að sjá Gunnar á topp 10 er ástæðan fyrir þessari breytingu mögulega leiðinleg. Rory MacDonald barðist sinn síðasta bardaga á samningi sínum við UFC í júní. MacDonald tapaði en var opinn fyrir því að sjá hvers virði hann væri á opnum markaði. Hann ákvað því að bíða með að endurnýja samninginn sinn við UFC svo hann gæti fengið tilboð frá öðrum bardagasamtökum. Nú þegar hann er ekki lengur á styrkleikalistanum gæti það verið merki um að hann sé á útleið úr UFC.

Rory MacDonald er einn af bestu veltivigtarmönnum heims og var í 3. sæti styrkleikalistans áður en hann var fjarlægður. Hugsanlega mun hann semja við Bellator eða jafnvel ONE Championship í Asíu.

Eins og er hefur hvorki MacDonald né UFC tjáð sig um málið og kannski mun hann semja aftur við UFC. Eins og staðan er núna er hann ekki á topp 15 listanum í UFC og er Gunnar nú í fyrsta sinn á topp 10 í veltivigtinni.

*Uppfært*

Rory MacDonald á leið í Bellator

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular