spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaRory MacDonald fær titilbardaga gegn Robbie Lawler

Rory MacDonald fær titilbardaga gegn Robbie Lawler

rory-macdonaldUFC var rétt í þessu að tilkynna að Rory MacDonald fengi næsta titilabardaga í veltivigtinni. Meistarinn Robbie Lawler mun verja beltið sitt á UFC 189 þann 11. júlí en bardagi Jose Aldo og Conor McGregor fer fram sama kvöld.

Dana White tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrr í kvöld þar sem UFC fór yfir nýleg lyfjahneyksli. Rory MacDonald átti að mæta Hector Lombard á UFC 186 en eftir að upp komst um fall Lombard á lyfjaprófi hefur MacDonald fengið titilbardaga í staðinn.

Að flestra mati á Rory MacDonald þetta skilið og voru margir ósáttir við að hann þyrfti að berjast einn bardaga í viðbót til að tryggja sér titilbardagann. Bardagaaðdáendur hafa nú fengið ósk sína uppfyllta en kapparnir mætast í aðalbardaganum þann 11. júlí.

Það stefnir því í hörku bardagakvöld á UFC 189 en bardagakvöldið markar upphaf International Fight Week sem fram fer í Las Vegas. Titilbardagi Conor McGregor og Jose Aldo verður áfram aðalbardagi kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular