spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSijara Eubanks öskraði á Dana White þegar hún missti titilbardagann

Sijara Eubanks öskraði á Dana White þegar hún missti titilbardagann

Sijara Eubanks var öskuill þegar hún komst af því að hún væri ekki lengur með titilbardaga. Eubanks lét Dana White heyra það í gegnum símann en Dana var bara ánægður með kraftinn í Eubanks.

Sijara Eubanks, 3-2, fékk nokkuð óvænt titilbardaga gegn Valentinu Shevchenko á UFC 230 í nóvember. Bardaginn átti að vera aðalbardaginn á UFC 230 í Madison Square Garden en þegar bardaginn var bókaður hafði UFC þegar bókað Shevchenko í titilbardaga í fluguvigt gegn Joanna Jedrzejczyk mánuði síðar. Bardaginn vakti því nokkra undrun bardagaaðdáenda og voru margir ósáttir með að sjá hina óreyndu Eubanks í aðalbardaganum á UFC 230.

Skyndilega var bardaginn þó af borðinu og var Shevchenko aftur bókuð gegn Jedrzejczyk. Eubanks komst af því í gegnum samfélagsmiðla.

„Ég skrifaði undir samninginn á mánudegi og hafði tæpar fimm vikur til að undirbúa mig. Á þriðjudegi sagði frændi minn mér að bardaginn hefði verið blásinn af en ég hélt nú að ég myndi vita það. Síðan fór ég á Twitter og sá að hætt var við fokking bardaginn minn,“ sagði Eubanks í The MMA Hour í dag.

Eubanks hringdi strax í umboðsmanninn sinn og bað hann um að koma sér í samband við Dana White. „Ég öskraði á Dana. Ég sagði honum að hann væri ekki að bara að taka þetta frá mér heldur var hann að taka þetta af mér á fáránlegan hátt. Ég sagði honum að þeir hefðu misst af óvæntustu úrslitum í sögu kvenna MMA og að ég myndi rústa Valentinu. Svo sagði ég þeim að þeir hefði misst af einhverju risastóru og að þeir þyrftu að laga það.“

„Honum fannst þetta bara frábært. Ég var á bílastæði labbandi fram og til baka öskrandi með æðina á enninu að springa. Hann reyndi að segja eitthvað en ég hélt áfram að gelta. Hann hló að lokum og sagðist elska þetta og elskaði mig og sagðist ætla að sjá hvað hann gæti gert. Ég vissi að hann myndi kunna að meta það sem ég sagði og væri ánægður með viðbrögðin mín. Ég held hann hafi fílað viðbrögðin mín.“

Eubanks er ekki lengur með titilbardaga en hún er með bardaga gegn Roxanne Modafferri á UFC 230. Sá bardagi er hluti af upphitunarbardögum kvöldsins en Eubanks er staðráðinn í að sýna að hún eigi skilið að berjast um titilinn í fluguvigt kvenna.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular