spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 195

Spá MMA Frétta fyrir UFC 195

UFC 195 fer fram í kvöld og líkt og fyrir þessi stærstu bardagakvöld birtum við okkar spá fyrir kvöldið.

condit lawler

Titilbardagi í veltivigt: Robbie Lawler gegn Carlos Condit

Pétur Marinó Jónsson: Þetta verður auðvitað bilaður bardagi! Get ekki beðið eftir þessum bardaga. Carlos Condit er ótrúlega skemmtilegur bardagamaður en ég efast um að hann sé ennþá einn af þeim allra bestu í heiminum í þessum flokki. Robbie Lawler hefur sýnt það að maður á aldrei að vanmeta hann eins og maður hefur kannski gert áður. Þetta verður blóðugt stríð en Lawler klárar Condit með tæknilegu rothöggi í 4. lotu í svakalegum bardaga.

Guttormur Árni Ársælsson: Lawler-Condit er gott matchup fyrir Lawler tel ég. Condit er frábær sparkboxari en Lawler sýndi það gegn Rory MacDonald að hann er nánast óstöðvandi. Condit hefur aldrei verið rotaður á ferlinum en ég held að það breytist í kvöld. Lawler sigrar eftir KO í þriðju.

Eiríkur Níels Níelsson:  Þetta gæti orðið bardagi ársins! Condit er einn af mínum uppáhalds bardagamönnum, hann á eflaust eftir að nota sömu nálgun á bardagann og hann gerði gegn Diaz. Hann á eftir að halda sér frá Lawler og nota spörk til að hægja á Lawler. Condit sigrar á dómaraákvörðun eftir fimm lotu stríð.

Brynjar Hafsteins: Condit kastar öllum höggum og öllum spörkum í Lawler og hann mun standa það af sér því að hann er grjótharður. Condit sigrar eftir dómaraúrskurð því að hann er betri.

Óskar Örn Árnason: Lawler sigrar, klofinn úrskurður, mjög jafn og spennandi bardagi.

Robbie Lawler: Pétur, Guttormur, Óskar.
Carlos Condit: Eiríkur, Brynjar.

Stipe-Miocic-Andrei-Arlovski

Þungavigt: Stipe Miocic gegn Andrei Arlovski

Pétur Marinó Jónsson: Eins gaman og það er að sjá Andrei Arlovski sigra held ég að sigurgöngu hans ljúki í kvöld. Miocic á eftir að koma með taktíska leikáætlun og taka Arlovski niður í fyrstu lotu, þreyta og stjórna honum í gólfinu. Miocic sigrar eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Miocic gegn Arlovski er algjört 50/50 að mínu mati. Stipe hefur litið mjög vel út undanfarið og pakkaði Mark Hunt saman í síðasta bardaga. Ég er samt svolítill sucker fyrir comebacks og ætla því að giska á að Arlovski taki þetta með rothöggi í annarri lotu.

Eiríkur Níels Níelsson: Ég er bæði mjög spenntur fyrir bardaganum og vonsvikinn. Ég er vonsvikinn því ég vildi sjá þá báða keppa um titilinn. Þeir eru báðir nr.1 contenders að mínu mati og fær sigurvegarinn líklega titilbardaga. Miocic er mjög tæknilegur bardagakappi sem tekur fáar áhættur, það verður erfitt fyrir Arlovski að vinna bardagann á annan máta en með rothöggi. Miocic á eftir að vera of varkár og sigrar bardagann eftir dómaraákvörðun.

Brynjar Hafsteins: Ég veit ekki alveg hvernig Arlovski hefur verið að vinna þessa bardaga. Hann vann þungavigtartitilinn fyrir 10 árum og það væri svakaleg saga ef hann myndi fá titilbardaga eftir þennan bardaga og vinna titilinn aftur. Ég held bara því miður að Miocic sé mun betri að halda sér frá Arlovski og velja högg. Stipe Miocic vinnur eftir dómaraúrskurð.

Óskar Örn Árnason: Miocic sigrar. Annað hvort á stigum eða með tæknilegu rothöggi seint í bardaganum. Hann er yngri og hefur glímuna að grípa í ef þörf krefur.

Stipe Miocic: Pétur, Eiríkur, Brynjar, Óskar.
Andrei Arlovski: Guttormur.

tumenov larkin

Veltivigt: Albert Tumenov gegn Lorenz Larkin

Pétur Marinó Jónsson: Ég er eiginlega mest spenntastur fyrir þessum bardaga. Ég er svo mikill prospect perri og hef mjög gaman af Tumenov. Ég held að hann muni pottþétt komast á topp 10 í veltivigtinni, jafnvel ofar. Báðir eru mjög skemmtilegir bardagamenn og góðir strikerar en ég held að Tumenov sé next level gæji og klárar Larkin með rothöggi í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Tumenov er mjög spennandi prospect. Aðeins 24 ára og búinn að sigra fjóra í röð í UFC, þar af þrjá með rothöggi. Ég held að þetta verði hörku bardagi og spái Rússanum sigri eftir TKO í fyrstu lotu.

Eiríkur Níels Níelsson: Tumenov hefur litið mjög vel undanfarið. Því ætla ég að spá honum sigri með tæknilegu rothöggi í annarri lotu.

Brynjar Hafsteins: Hef verið hrifinn af Lorenz Larkin. Var einu sinni 93 kg og er um 180 cm á hæð og keppti í léttþungavigt. Vann Robbie Lawler líka. Veit ekki hvað ég sá en hann hefur ekki náð að bæta sig í gegnum árin eins og ég bjóst við. Albert Tumenov er einn af þessum sem gæti orðið eitthvað. Hann er gríðarlega gáfaður þegar kemur að keppa og er frábær í að blanda öllu saman. Tumenov TKO 2. lota.

Óskar Örn Árnason: Tumanov sigrar. Hann notar nákvæm gagnhögg og tekur þetta öruggt á stigum.

Albert Tumenov: Pétur, Guttormur, Eiríkur, Brynjar, Óskar.
Lorenz Larkin: …

brandao ortega

Fjaðurvigt: Diego Brandao gegn Brian Ortega

Pétur Marinó Jónsson: Enn einn skemmtilegi bardaginn. Þessi bardagi gæti farið á báða vegu og myndi ég ekki þora að veðja á þennan bardaga. Síðasti bardagi Ortega var mjög skemmtilegur og vonandi verður þessi eitthvað svipaður. Ég held samt að Brandao muni sigra sinn þriðja bardaga í röð hér í kvöld með tæknilegu rothöggi í 1. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Brian Ortega er mjög efnilegur og ég held að hann sé slæmt matchup fyrir Brandao, sem á það til að vera of agressive. TKO sigur fyrir Ortega í annarri lotu.

Eiríkur Níels Níelsson: Ortega er ósigraður og mjög fær í gólfinu. Hann á eftir að ná Brandao niður og klárar bardagann með „rear naked choke“ í annarri lotu.

Brynjar Hafsteins: Mér finnst Brandao ekkert sérstakur. Hann kann ekki að slaka á, ef honum finnst ganga illa eða er laminn nokkrum sinnum þá byrjar hann að kýla út í loftið og verður opinn. Ortega er efnilegur en það eru nokkrir hlutir sem ég hef séð sem eru vandamál. Hann er góður í BJJ en að láta taka sig niður og loka guardinu er ekki að fara að vinna bardagann. Ortega með rothöggi í 3. lotu.

Óskar Örn Árnason: Tek Brandao á berskerksgangi og rothöggi í fyrstu lotu bara upp á djókið.

Diego Brandao: Pétur, Óskar.
Brian Ortega: Guttormur, Eiríkur, Brynjar.

trujillo sims

Léttvigt: Abel Trujillo gegn Tony Sims

Pétur Marinó Jónsson: Abel Trujillo hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið og tapað tveimur bardögum í röð. Báðir eru mjög höggþungir og hefur Tony Sims sigrað marga bardaga með rothöggi utan UFC. Ég held þó að Trujillo sé ennþá sterkur bardagamaður þrátt fyrir nokkur slæm töp í UFC. Trujillo sigrar eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Tony Sims er mikill rotari, 10 sigrar af 12 eftir rothögg. En þetta er hins vegar aðeins þriðji bardaginn hans í UFC. Trujillo er reyndari en á seinasta séns eftir tvö töp í röð. Ég spái Sims sigri eftir rothögg og Trujillo þarf að taka pokann sinn. Smá óskhyggja líka þar sem ég er ekki hrifinn af Trujillo.

Eiríkur Níels Níelsson: Trujillo hefur ekki litið vel upp á síðkastið. Sims ætti að hafa yfirhöndina standandi og ég ætla spá honum sigri með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu.

Brynjar Hafsteins: Tony Sims er tæknilega betri striker en Trujillo en ég held að Trujillo sé með fleiri vopn til að sigra bardagann. Sé fyrir mér að Trujillo reyni að gera bardagann að smá stríði. Reyni að taka Sims niður og gera bilið á milli þeirra mjög stutt. Aftur á móti gæti Sims notað úthaldið sitt gegn Trujillo þar sem hann æfir við mikla lofthæð. Mjög athyglisverður bardagi. Trujillo með rothögg í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Trujillo notar kraftinn og valtar yfir Sims, TKO í 2. lota.

Abel Trujillo: Pétur, Brynjar, Óskar.
Tony Sims: Guttormur, Eiríkur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular