Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 209

Spá MMA Frétta fyrir UFC 209

UFC 209 fer fram í kvöld og líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta spá sína fyrir kvöldið.

Þó við séum allir mjög leiðir yfir að Khabib bardaginn sé af dagskrá eru samt ennþá flottir bardagar framundan. Bardagi Lando Vannata og David Teymur var færður upp í næstsíðasta bardaga kvöldsins og bardagi Amanda Cooper og Cynthia Calvillo er nú á aðalhluta bardagakvöldsins.

Titilbardagi í veltivigt: Tyron Woodley gegn Stephen Thompson

Pétur Marinó Jónsson: Ég held að þetta verði mjög jafnt alveg eins og síðast. Býst ekki við að þetta verði nein stórkostleg flugeldaveisla og held að þetta verði eins og síðasti bardagi mínus fjórða lotan. Ég tippa á að Wonderboy hafi lært meira af síðasta bardaga og nái að vinna á stigum. Wonderboy eftir dómaraákvörðun.

Brynjar Hafsteins: Fannst Woodley aldrei vera í jafn mikilli hættu og Thompson var í fyrri bardaganum. Ef Woodley vill halda áfram að fá PPV points inn á bankabókina þá gerir hann það sama og hann gerði í 1. lotu, tekur hann niður og smashar hann. Sé ekki Wonderboy stoppa það. Woodley með TKO í 3. lotu.

Óskar Örn Árnason: Mér finnst Thompson líklegri til að hafa lært af fyrsta en hallast samt að meistaranum. Woodley rotar Thompson í 2. lotu eftir að hafa tapað fyrstu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Bardagi sem er búinn að vera í skugganum af Khabib – Ferguson síðustu vikurnar en er samt sem áður gífurlega áhugaverður. Báðir bardagamenn hljóta að hafa horft á fyrri bardaga þeirra frá því í nóvember og gert viðeigandi ráðstafanir. Ég hugsa að Woodley byrji á því að reyna að standa og lenda hægri hendinni en ef það virkar ekki þá reynir hann að taka Wonderboy niður og klára hann í gólfinu þar. Woodley sigrar á TKO í 3. lotu.

Tyron Woodley: Brynjar, Óskar, Arnþór
Stephen Thompson: Pétur

Léttvigt: Lando Vannata gegn David Teymur

Pétur Marinó Jónsson: Tveir mjög skemmtilegir bardagamenn. Held að þetta verði mjög skemmtilegur bardagi og verður örugglega standandi allan tímann. Tippa á Lando Vannata klári þetta með rothöggi í 2. lotu en David Teymur mun eiga sín augnablik samt.

Brynjar Hafsteins: Landa Vannata er 24 ára og verður bara betri. Hann er mjög creative og á eftir að nota það gegn Teymur í kickbox bardaga. Er reyndar mjög hrifinn af báðum bardagastílum en held að Vannata sé með aðeins fleirri trikk í pokahorninu. Vannata eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Fight of the night. Verður stríð standandi þar til Vannata tekur þetta í gólfið og sigrar eftir ground and pound í þriðju.

Arnþór Daði Guðmundsson: Vannata hefur litið gífurlega vel út í síðustu bardögum sínum og hefur hleypt nýju blóði í þyngdarflokkinn, sem var alveg nógu skemmtilegur fyrir. Sjálfstraustið í botni eftir ruglað rothögg gegn Makdessi. Núna fær hann sennilega að kynnast smá mótlæti, þó svo að Teymur sé ekki stærsta nafnið, en Vannata sigrar á stigum. Vannata sigrar á dómaraákvörðun.

Lando Vannata: Pétur, Brynjar, Óskar, Arnþór
David Teymur:

Millivigt: Rashad Evans gegn Dan Kelly

Pétur Marinó Jónsson: Ég er mjög efins um þennan bardaga. Finnst Dan Kelly ekki vera neitt sérstakur bardagamaður en Rashad Evans er búinn að vera svo rosalega hikandi á síðustu árum að það er erfitt að tippa á hann vinna. Ef andstæðingur Rashad væri aðeins betri myndi ég tippa á hann. Mig langar að tippa á Dan Kelly en finnst hann bara ekki nógu góður til að vinna hikandi 37 ára gamlan Rashad Evans. Evans tekur þetta eftir dómaraákvörðun í leiðinlegum bardaga.

Brynjar Hafsteins: Gæti vel séð Kelly vinna en þetta er skrítið matchup. Kelly er grjótharður og mætir alltaf, spurning hvort Evans sé enn með hraðann í að countera. Held að hann hafi þetta í millivigtinni, Evans með rothögg í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Evans tekur þetta á reynslunni og glímunni. Sigrar á stigum.

Arnþór Daði Guðmundsson: Loksins, loksins fær Evans að berjast eftir að bardagi hans féll niður í síðustu tvö skipti. Núna er Evans sennilega líka kominn í sinn náttúrulega þyngdarflokk eftir að hafa verið í minni kantinum í bæði léttþungavigtinni og þungavigtinni. Evans er svo væntanlega of sleipur fyrir Kelly og ætti að sigra þetta örugglega með góðri glímu. Evans sigrar á dómaraákvörðun.

Rashad Evans: Pétur, Brynjar, Óskar, Arnþór
Dan Kelly:

Þungavigt: Alistair Overeem gegn Mark Hunt

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er alveg 50/50 bardagi. Mark Hunt hefur aldrei tapað endurati og gæti ég alveg séð hann rota Overeem. Overeem barðist um titilinn síðast og tapaði og mér finnst eins og menn komi oft ekki sterkir til baka eftir töp í titilbardögum. Overeem gæti þó verið mjög skynsamur og komið inn með skynsama leikáætlun, verið varkár, náð sínum höggum og verið hreyfanlegur. Jafnvel farið í fellu og unnið þetta eftir dómaraákvörðun. Ég held að það verði niðurstaðan, Overeem sigrar eftir dómaraákvörðun.

Brynjar Hafsteins: Overeem er betri allstaðar nema í að taka höggum og poweri. Ef Overeem væri með hökuna hans Hunt og kraftinn þá gætum við lokað þungavigtinni EN hann er ekki með það. Held að Overeem eigi eftir að dansa í kringum Hunt í hundleiðinlegum bardaga þar sem Overeem vinnur eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Hunt kemur b.o.b.u. og rotar úbereem í fyrstu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Það sem það gleður mitt litla hjarta að sjá Mark Hunt mæta aftur í búrið. Ég var farinn að halda að það myndi ekki gerast aftur eftir fíaskóíð í kringum Brock Lesnar og UFC 200. Hann hefur sagt í viðtölum að hann hafi nánast verið neyddur til þess að berjast og því er mögulega hætta á því að hugarfarið sé ekki eins og það eigi að vera. Ég held samt sem áður að Hunt sé nógu góður striker að eðlisfari að slappt hugarfar sé ekki að fara að koma í veg fyrir að hann roti Overeem sem er með höku sem var búinn fyrir þó nokkru síðan. Hunt sigrar á KO í 2. lotu.

Alistair Overeem: Pétur, Brynjar
Mark Hunt: Óskar, Arnþór

spot_img
spot_img
Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular