Friday, April 26, 2024
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 211

Spá MMA Frétta fyrir UFC 211

UFC 211 fer fram í kvöld og verður þetta eflaust eitt besta bardagakvöld ársins. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta spá sína fyrir kvöldið.

Titilbardagi í þungavigt: Stipe Miocic gegn Junior dos Santos

Pétur Marinó Jónsson: Allt eru þetta 50/50 bardagar að mínu mati og get ég hæglega séð báða aðila vinna í flestum viðureignunum. Þetta verður held ég grjótharður og jafn bardagi. JDS vann síðast en Stipe hefur bætt sig mikið síðan þá á meðan JDS hefur verið á niðurleið. Það nær enginn að halda þessu þungavigtarbelti lengi og væri það svo ekta þungavigtin ef JDS verður allt í einu meistarinn aftur. Ég gæti vel séð það gerast. Kannski hefur JDS bara haft gott að því að berjast bara einu sinni á ári eftir barsmíðarnar gegn Cain? Hann leit allavegna vel út gegn Ben Rothwell í fyrra.

Síðast byrjaði Stipe mjög vel en þreyttist við að reyna að taka JDS endalaust niður en JDS varðist 16 af 17 fellum Stipe. Það verður áhugavert að sjá hvernig hann muni fara að því að sigra í kvöld og hvort hann muni reyna jafn mikið að ná honum niður eins og síðast. Ég held að Stipe muni standa meira með honum í kvöld heldur en síðast, vinna mikið með clinchið jafnvel og tekur þetta eftir dómaraákvörðun í mjög hörðum bardaga.

Óskar Örn Árnason: Dos Santos vann síðast mjög jafnan bardaga en ég held að Miocic taki þetta í þetta skipti, sennilega á stigum þar sem báðir eru með granít hökur. Miocic getur alltaf gripið í glímuna, hann virðist vera með meira meira sjálfstraust og er sennilega orðinn enn betri. Ég er hreinlega ekki viss um að JDS hafi þróast það mikið. Stipe sigrar eftir dómaraákvörðun.

Brynjar Hafsteins: Þetta bardagakvöld er í ruglinu. Miocic tapaði einmitt fyrri bardaganum en hann er sá sem er búin að þróast mun meira sem bardagamaður. JDS var eyðilagður af Cain og hefur ekki verið sjón að sjá eftir þá bardaga. Þungavigtin hefur sjaldan verið jafn slöpp og ef Cain mun aldrei verða í lagi eftir öll þessi meiðsli gæti ég séð Miocic vera meistari í langan tíma. Að spá samt fyrir þungavigtarbardaga er næstum ekki sanngjart. Eitt högg frá hverjum sem er og hver sem er getur farið að sofa. Miocic vinnur með uppgjafartaki í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Mögulega tveir mest likeable þungavigtarmeistarar í UFC frá upphafi. Miocic hefur bætt sig helling frá því að þeir mættust 2014. Miocic hefur verið á uppleið á meðan JDS hefur staðið í stað. Miocic tapaði fyrir Stefan Struve árið 2012 en myndi borða hann í morgunmat í dag. Struve og dos Santos eru að auki einu mennirnir sem hafa nokkurn tímann sigrað Miocic. JDS er frábær karakter en ég held að hann hafi toppað í kringum 2012 og að þetta endi illa fyrir hann. Miocic KO í fyrstu lotu.

Stipe Miocic: Pétur, Óskar, Brynjar, Guttormur.
Junior dos Santos:

Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jedrzejczyk gegn Jessica Andrade

Pétur Marinó Jónsson: Ég er búinn að vera á því frá því þessi bardagi var fyrst tilkynntur að Andrade sé að fara að taka þetta. Eiginlega finnst mér líklegra að Joanna taki þetta eftir fimm lotu dómaraákvörðun þar sem hún er tæknilega betri á öllum vígstöðum. EN! Það gerist alltaf eitthvað óvænt og það er svo ógeðslega erfitt að vera taplaus í þessari íþrótt. Joanna hefur verið kýld niður í tveimur síðustu bardögum sínum en Andrade er höggþyngri en þær Claudia Gadelha og Karolina Kowalkiewicz. Auk þess er Andrade með sjö sigra eftir uppjafartök í MMA og sex þeirra eru eftir guillotine. Ég segi að Andrade kýli meistarann niður og klári hana svo í gólfinu með guillotine í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Þetta verður stríð og Joanna Champion gæti hæglega útboxað Andrade í fimm lotur en ég hef á tilfinningunni að höggþyngd Andrade muni skila henni tæknilegu rothöggi í þriðju lotu. Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga. Sigur Andrade myndi vera ferskur blær í þyngdaflokkinn.

Brynjar Hafsteins: Ég copy peistaði nafninu á meistaranum en annars fyrir utan að geta aldrei stafsett nafnið hennar þá er hún bara ógeðslega góð. Ég fýla rosalega boxið hennar og finnst hún vera tæknilega best í þyngdarflokknum. Andrade er þó með kraft í höggunum sem gæti verið erfitt fyrir Jędrzejczyk að borða en sú pólska sigrar bardagann rothöggi í 4. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég fæ smá svona prime Rondu Rousey vibe þessa dagana frá Jędrzejczyk og andstæðingum hennar. Ósigruð, fjórar titilvarnir og mér líður eins og það sé verið að hype’a einhvern andstæðing sem ég hef ekki trú á að eigi séns í raun og veru. Ég held að Joanna sé mun tæknilegri en Andrade og þó Andrade sé höggþung held ég að Joanna sé of klók fyrir hana. TKO þriðja lota.

Joanna Jedrzejczyk: Brynjar, Guttormur
Jessica Andrade: Pétur, Óskar

Veltivigt: Demian Maia gegn Jorge Masvidal

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er áhugaverðasti bardagi kvöldsins og bara eiginlega ársins so far. Demian Maia er minn maður og mig langar ekkert meira en að sjá Maia taka þetta og fá titilbardaga. En lífið er ekki sanngjarnt og er í raun bara algjört bitch. Jorge Masvidal er hörku bardagamaður með góða felluvörn og mikla reynslu. Ég held að hann nái að lifa af fyrstu fellurnar hjá Maia og nái að halda sér standandi í 2. og 3. lotu þar sem hann mun meiða og þreyta Maia. Ég óttast að sigurgöngu Maia ljúki í kvöld. Ég vona samt innilega að ég hafi rangt fyrir mér. Masvidal eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Þetta er áhugaverður bardagi hvaða stíla varðar. Masvidal er svo hrikalega klókur alls staðar að það er erfitt að sjá fyrir sér að Maia nái að kæfa hann með glímu, annars veit maður aldrei. Masvidal gæti hæglega skemmt fyrir titildraumum Maia en við skulum segja að Maia taki þetta á stigum og fái loksins tækifæri gegn meistaranum.

Brynjar Hafsteins: Súper glímumaður gegn manni sem vill kýla og sparka þó hann sé góður allstaðar. Þetta er allt spurningin um hvort Maia nái honum niður sem ég held að hann geri og sigrar þar með rear naked choke í annarrri lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Maia er einn af mínum uppáhalds og á svo löngu að vera búinn að fá titilbardaga að það er ekki fyndið. Það vildi enginn sjá Wonderboy-Woodley II en ég þekki engan sem myndi hata Maia sem meistara. Það væri alveg grátlegt (en samt eitthvað svo týpískt) ef Maia myndi tapa gegn Masvidal. Ég ætla þó að velja með hjartanu og segja Maia rear naked choke í annarri lotu.

Demian Maia: Óskar, Brynjar, Guttormur
Jorge Masvidal: Pétur

frankie edgar yair rodriguez

Fjaðurvigt: Frankie Edgar gegn Yair Rodriguez

Pétur Marinó Jónsson: Mig langar mikið að tippa á óvænt úrslit hér líka en ég nenni ekki að vera með allt vitlaust. Frankie Edgar er harðari en allt og hefur aldrei verið kláraður. Það kemur þó að því að hann verði kláraður en Edgar er orðinn 35 ára gamall. Mér fannst hann líta ekkert sérstaklega vel út í sínum síðasta bardaga gegn Jeremy Stephens en þá var hann víst að glíma við meiðsli. Kannski er hann ekki lengur topp 3 gæji í fjaðurvigtinni og verður loksins kláraður með einhverju klikkuðu sparki frá Rodriguez í kvöld? Eeeen ég ætla að fara öruggu leiðina og segja að hreyfanleikinn, hraðinn, glíman og boxið hjá Frankie verði of mikið í kvöld. Þetta er of sterkur andstæðingur of snemma fyrir Rodrigeuz og Frankie Edgar tekur þetta eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Mjög skemmtilegur bardagi og gríðarlega erfitt próf fyrir Yair Rodriguez. Edgar gleymist oft í umræðunni en hann er enn einn af þeim bestu þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára. Hann getur ekki unnið Aldo en hefur unnið nánast alla aðra. Rodriguez er mjög spennandi bardagamaður og á klárlega framtíðina fyrir sér. Ég held samt að Edgar sé aðeins of stór biti fyrir hann núna. Edgar sigrar á stigum.

Brynjar Hafsteins: Mig langar að segja Rodriguez, gæjin er svakalega efnilegur. Mjög mikið sem hann getur gert og með svakaleg spörk. Einhvern vegin vinnur Edgar alltaf svona bardaga með fótavinnu og mótornum sem hann hefur. Held að hann eigi eftir að pota mikið í Rodriguez og vera hreyfanlegur. Reynslan vinnur hérna á dómaraúrskurði.

Guttormur Árni Ársælsson: Yair á framtíðina fyrir sér en ég held bara að Edgar reynist of stór biti. Edgar sigrar að mínu mati alla í fjaðurvigt sem heita ekki José Aldo og ég myndi eflaust veðja á Edgar í þriðja bardaga þeirra. Yair verður stjarna í UFC, bara ekki í kvöld. Edgar sigrar á stigum eftir hörku bardaga þar sem fellurnar munu gera gæfumuninn.

Frankie Edgar: Pétur, Óskar, Brynjar, Guttormur
Yair Rodriguez: ..

Millivigt: Krzyzstof Jotko gegn David Branch

Pétur Marinó Jónsson: Jotko er nokkuð óvænt 6-1 í UFC. Hann hefur samt bara klárað einn bardaga í UFC þannig að það er enginn að spá í honum. David Branch er fyrrum millivigtarmeistarinn og léttþungavigtarmeistarinn í WSOF og kemur inn með mikla reynslu. Ég ætla að segja að Jotko taki þetta eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Þessi færist upp í staðinn fyrir Cejudo vs. Pettis. Þessir tveir gætu komið sterkir inn í toppinn í millivigt sem gerir þennan bardaga spennandi. David Branch er ekki mjög þekktur en hann var meistarinn í WSOF í bæði millivigt og léttþungavigt. Hann hefur unnið 10 bardaga í röð, meðal annars gegn Yushin Okami og Vinny Magalhães. Pólverjinn Jotko er með fimm sigra í röð í UFC, nú síðast gegn Thales Leites. Sigurvegarinn gæti fengið stóra bardaga mjög fljótlega. Ég veðja á sigur Branch með uppgjafartaki í annarri lotu.

Brynjar Hafsteins: Finnst Branch vera betri standandi og Jotko mun reyna að ná þessu í gólfið. Branch er hins vegar með ágætis takedown defence og góður í top position og mér finnst Branch betri alhliða bardagamaður svo ég held að hann sigri á dómaraúrskurði í bardaga sem verður algjört grind.

Guttormur Árni Ársælsson: Grátlegt að missa út Cejudo-Pettis en í staðinn fáum við flottan bardaga í millivigt. Ég held alltaf með jiu-jitsu gaurunum og því er mér mein illa við að Branch hafi unnuð Vinny Magalhães á meðan Jotko sigraði Thales Leites. Mér er því næst að spá þessum bardaga majority draw, úrslit sem eru næstum verri en tap fyrir þessa tvo.

Krzyzstof Jotko: Pétur
David Branch:
Óskar, Brynjar

Léttvigt: Dustin Poirier gegn Eddie Alvarez

Pétur Marinó Jónsson: Geggjaður bardagi á pappír. Hvernig kemur Alvarez til baka eftir rústið gegn Conor? Er hann bara hálfur maður? Brotinn maður sem fer í panic ef hlutirnir ganga ekki vel á fyrstu mínútunum? Það er stóra spurningin hjá mér fyrir þennan bardaga, andlega hliðin hjá Alvarez. Alvarez á held ég eftir að reyna að hafa þennan bardaga í clinchinu og mun wrestla Poirier. Það er það sem hann gerði við Pettis og Melendez og held ég að hann geri það við Poirier líka. Þannig að ég er ekki viss um að þetta verði jafn mikil flugeldasýning og maður vonast eftir. Væri samt klikkað ef við myndum fá stríð eins og Alvarez-Chandler. Tippa á að Alvarez taki þetta eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Hörku bardagi sem gæti auðveldlega verið aðalbardagi á Fight Night kvöldi. Báðir eru skemmtilegir náungar, aldrei í leiðinlegum bardögum svo þessi ætti ekki að geta klikkað. Ég held að þetta verði nokkuð jafnt, Alvarez á eftir að vera mjög einbeittur eftir erfitt tap gegn Conor McGregor. Ég ætla samt að tippa á að Poirier sigri á rothöggi í annarri lotu.

Brynjar Hafsteins: Þetta er 50/50 bardagi. Poirer á eftir að reyna að ná inn einhverjum þungum höggum og ef honum tekst ekki að hitta hann snemma í bardaganum þá held ég að fótavinnan hjá Alvarez taki yfir og hann nái að sigla þessu í dómaraúrskurð.

Guttormur Árni Ársælsson: Hátt fall fyrir Alvarez – frá main event titilvörn í Madison Square yfir í upphitunarbardaga. Þessi bardagi hefur þó alla burði til að vera bardagi kvöldsins. Ég er mikill aðdáandi Poirier og hef verið frá því að ég horfði á Fightville fyrir einhverjum árum. Ég held að hann sé of klókur til að láta Alvarez pressa sig upp við búrið. Poirier TKO í annarri.

Eddie Alvarez: Pétur, Brynjar,
Dustin Poirier: Óskar, Guttormur

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular