spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Gunnar Nelson (UFC 202)

Spámaður helgarinnar: Gunnar Nelson (UFC 202)

Spámaður helgarinnar að þessu sinni er Gunnar Nelson. Fáir, ef einhver, þekkir Conor McGregor jafn vel og Gunnar gerir og spáir hann auðvitað sínum manni sigri.

Gunnar Nelson og Conor McGregor hafa æft saman um langt skeið – bæði hér heima og í Dublin á Írlandi. Á bardagakvöldinu berst einnig Rick Story en Story var fyrsti maðurinn til að sigra Gunnar í MMA. Gefum honum orðið.

Veltivigt: Rick Story gegn Donald Cerrone

Ég held að Story og Cerrone fari í decision. Þetta verður nokkuð close bardagi en ég held að Rick Story vinni, hann merji þetta. Hann er svona juggernaut en ég svona lúmskt held með Cerrone. Mér finnst hann svolítið skemmtilegur en fíla alveg Rick Story líka en ég held að Rick Story taki þetta. Merji þetta bara svona rétt svo.

Léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Glover Teixeira

Ég ætla bara að skjóta á að Anthony Johnson roti hann í fyrstu lotu. Bara svona highlight knockout. Hægri bomba.

Veltivigt: Conor McGregor gegn Nate Diaz

Ég er eiginlega bara með voðalega svipaða sýn á þennan bardaga og í rauninni síðast. Ég held að Conor taki hann en ég held að það fari allavegna þrjár eða fjórar lotu. Ég held að Conor nái svona að vinna á hann núna, taki sinn tíma við þetta og kýli sig ekki út snemma eins og síðast. Sé ekki of mikið að reyna að klára bardagann heldur bara velja höggin og taki sinn tíma. Ég vil sjá hann klára þetta í þriðju eða fjórðu lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular