spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpámaður helgarinnar: Snorri Björns (UFC London)

Spámaður helgarinnar: Snorri Björns (UFC London)

Snorri Björnsson
Mynd: Sindri Jensson.

Gunnar Nelson berst annað kvöld á UFC bardagakvöldinu í London. Spámaður helgarinnar fyrir bardagana er ljósmyndarinn Snorri Björns.

Snorri Björns er ljósmyndari og einn vinsælasti Snappari landsins. Snorri er nú staddur í London þar sem hann myndar Gunnar. Snorri hefur fylgst með MMA undanfarin fjögur til fimm ár en við skulum gefa honum orðið.

ufc london 2017

Ég byrjaði að fylgjast með Gunna auðvitað. Svo fylgdi ég þessu Conor æði en tók það aðeins meira advanced. Conor lífgaði massíft upp á sportið, svona ofan á það sem maður var að sjá með Gunna og öllum þessum Íslendingum sem voru að gera eitthvað. Eftir það byrjaði ég að kafa aðeins dýpra í þetta og horfa á alla bardagana á cardinu áður en Conor eða Gunni kepptu.

Fjaðurvigt: Makwan Amirkhani gegn Arnold Allen

Sá hann Makwan í gær [miðvikudag] æfa. Hann var flottur, veit ekkert hver andstæðingurinn hans er. Ég var að fara yfir það með Gunna áðan, eða Gunni var að fara yfir það með mér (hlær), að þetta væri submission hjá Makwan. Ef ég þekki hann rétt tekur hann þetta í 2. lotu.

Bantamvigt: Brad Pickett vs. Marlon Vera

Sá að Twitter handlið hans Pickett er One_punch, þannig að ég ætla að segja að hann taki TKO. Veit ekkert hver hinn er en ég vil bara að Pickett vinni þetta af því að hann er að taka síðasta bardagann sinn og hann var með hundinn sinn í scrumminu í dag. TKO í 2. lotu.

Veltivigt: Gunnar Nelson gegn Alan Jouban

Þegar ég var nýkominn til Írlands í Dublin, búinn að labba í einn og hálfan tíma frá hótelinu og í SBG gymmið, þá kem ég að gymminu og það er lokað. En ég heyri í Magga [Magnús Ingi Ingvarsson] en hann og Bjarki Þór Pálsson voru þá á Farmhouse veitingastaðnum nálægt gymminu. Tek stöðuna á þeim og hvernig Gunni er og svona.

Bjarki Þór var brosandi og spenntur og sagði að Gunni væri í besta formi sem hann hafði séð hann í og að þetta verði rear naked choke í 1. lotu. Og ég ætla að giska á það líka. Ég var svo sannfærður hvernig Bjarki sagði þetta. Hann var bara svona amazed sjálfur! Gunni eftir rear naked choke í 1. lotu.

Léttþungavigt: Jimi Manuwa gegn Corey Anderson

Veit bara hver Jimi Manuwa er. Hann var líka í rútunni áðan [í gær], hann var mjög þykkur og í þröngum Louis Viutton vínrauðum bol, mér leist strax vel á hann. Gunni segir að hann sé höggþungur. Mér finnst samt alltaf allir fighterar sem ég fylgist með og finnst spennandi og vil sjá eitthvað amazing gerast, þá verður aldrei neitt amazing úr því. En ætla samt að segja að það verði TKO hjá Manuwa í 3. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular