spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentStaðan: Veltivigt (170 pund)

Staðan: Veltivigt (170 pund)

robbie_lawler_beltLíkt og alla föstudaga förum við yfir stöðuna í þyngdarflokkum UFC. Í dag tökum við fyrir einn allra skemmtilegasta þyngdarflokkinn í UFC, veltivigtina, eða 77 kg flokk. Þar keppir okkar maður, Gunnar Nelson.

Þyngdarflokkurinn: Veltivigt (170 pund – 77 kg)

Veltivigtin hefur lengi verið einn sterkasti þyngdarflokkur UFC og hefur flokkurinn alltaf verið þéttskipaður af hæfileikaríkum keppendum. Árið 1998 varð Pat Miletich fyrsti veltivigtarmeistari UFC og hélt hann beltinu í rúm tvö ár. Þeir bestu í veltivigtinni hafa nánast alltaf verið í UFC.

Meistarinn

Robbie Lawler er nýkrýndur meistari. Saga Lawler er ein sú besta í MMA en fyrir tveimur árum síðan var ekkert sem benti til þess að Lawler myndi einhvern tímann vinna stóran titil í MMA. Eftir brösótt gengi í Strikeforce kom hann í UFC með litlar væntingar. Öllum að óvörum sigraði hann þrjá bardaga í röð og tryggði sér titilbardaga. Þeim bardaga tapaði hann en eftir tvo mikilvæga sigra fékk hann annan titilbardaga í desember í fyrra. Þar sigraði hann Johny Hendricks eftir dómaraákvörðun og tryggði sér þar með titilinn.

Næstu áskorendur

Lawler mætir Rory MacDonald í júlí. Allt virðist benda til þess að Johny Hendricks fái næsta titilbardaga en svo eru kappar á borð við Tyron Woodley og Carlos Condit ekki langt undan.

Hversu líklegt er að við fáum nýjan meistara?

Tiltölulega margir telja að Lawler verði ekki lengi meistari. Rory MacDonald er sigurstranglegri en meistarinn og eru margir á því að hann geti haldið beltinu lengi. Eftir að Georges St. Pierre yfirgaf veltivigtina er hún galopin. GSP hélt beltinu lengi en nú gæti beltið hoppað milli manna líkt og heit kartafla.

Gunnar Nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Mikilvægir bardagar framundan

Mikilvægasti bardaginn framundan er auðvitað titilbardagi MacDonald og Lawler. Það er þó alltaf nóg um að vera í veltivigtinni og fullt af áhugaverðum bardögum framundan. Demian Maia (#6) mætir Neil Magny (#12) í ágúst og Rick Story (#10) mætir Erick Silva einnig í ágúst. Þann 11. júlí og 12. júlí verða hins vegar átta bardagar í veltivigtinni og gæti það hrisst upp í flokknum. Gunnar Nelson (#15) mætir Brandon Thatch, Matt Brown (#5) mætir Tim Means og Jake Ellenberger (#9) mætir Stephen Thompson. Allt eru þetta mikilvægir bardagar í flokknum og gætum við séð allt aðra stöðu á styrkleikalista UFC eftir næstu helgi.

Hverjir eru efnilegir

Fyrir nokkrum árum var hellingur af efnilegum köppum en flestir af þeim hafa þróast í topp bardagamenn. Gunnar Nelson, Brandon Thatch, Ryan LaFlare og Stephen Thompson komu allir inn í UFC með miklar væntingar og hafa flestir af þeim skilað sér á topp 15 í veltivigtinni. Næsta bylgja lofar ekki eins góðu en þó gætu einhverjir komið á óvart. Tom Breese (23 ára, 8-0) og Albert Tumenov (23 ára, 15-2) hafa margt til brunns að bera og gætu komist langt. Þá er beðið eftir að Alex Garcia springi út en hann tapaði sínum síðasta bardaga í UFC og berst á UFC 189.

Einhverjir hættulegir utan UFC?

Einn umtalaðsti bardagamaður heims er ekki í UFC þó hann ætti klárlega heima þar. Ben Askren er maður sem margir vilja sjá í UFC. Hann rífur kjaft en er á sama tíma ekki með áhorfendavænsta stílinn og telja margir að UFC hafi ekki áhuga á honum vegna þess. Hann er þó klárlega einn af tíu bestu í heiminum í þyngdarflokkinum (jafnvel ofar að sumra mati) en svo gæti farið að hann komi aldrei í UFC.

SPO-UFC-158
Georges St. Pierre

Goðsagnir í þyngdarflokkinum

Þegar talað er um goðsagnir í þyngdarflokkinum eru eiginlega bara tveir sem koma til greina – Georges St. Pierre og Matt Hughes. Georges St. Pierre varði beltið sitt níu sinnum í röð og er það met í veltivigtinni. Hann var kóngur í ríki sínu en lagði hanskana á hilluna árið 2013. Matt Hughes varði beltið sitt sjö sinnum og var gríðarlega sigursæll bardagamaður.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular