spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaThe Grind with Gunnar Nelson: 6. þáttur

The Grind with Gunnar Nelson: 6. þáttur

Nú styttist heldur betur í bardaga Gunnars gegn Alex ‘Cowboy’ Oliveira. Gunnar náði vigt í morgun en í nýjasta Grindinu má sjá á bakvið tjöldin á miðvikudag og fimmtudag fyrir bardagann.

Bardaginn fer fram í Toronto í Kanada og hefur Gunnar dvalið þar síðan á föstudaginn. Á miðvikudaginn fór Gunnar í myndatöku fyrir UFC þar sem hann hitti Oliveira. Auk þess var Gunnar tekinn í viðtal við UFC sem er svo birt skömmu áður en Gunnar gengur inn í búrið.

Í bardagavikunni er mikið hangs og því fátt betra en að kíkja á góða kvikmynd. Nokkrar bíómyndir hafa orðið fyrir valinu í vikunni og gaf Gunnar myndunum einkunn.

Þá spjallaði Gunnar við fjölmiðla á fimmtudeginum og átti svo smá fund með UFC lýsendunum Jon Anik og Paul Felder sem munu lýsa bardaganum á laugardaginn ásamt Joe Rogan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular