Tito Ortiz og Chuck Liddell mættust í nótt í þriðja sinn. Loksins náði Ortiz að sigra Liddell en Ortiz sigraði með rothöggi í 1. lotu.
Bardaginn fór fram á fyrsta Golden Boy Promotions kvöldi Oscar de la Hoya og var aðalbardagi kvöldsins. Þetta var fyrsti bardagi Liddell síðan hann lagði hanskana á hilluna 2010 og augljóst frá fyrstu sekúndu að hanskarnir hefðu betur mátt heima á hillunni.
Liddell var hægur og hikandi og gerði lítið á meðan Ortiz pressaði. Það var svo á síðustu mínútu bardagans sem Ortiz sló Liddell niður og fylgdi því eftir með höggum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann.
Loksins tókst Ortiz að sigra Liddell en Ísmaðurinn hafði tvívegis rotað Ortiz þegar báðir voru upp á sitt besta.
Liddell sagði eftir bardagann að þetta hefði verið skemmtilegt en var ekki tilbúinn að gefa upp hvort hann haldi áfram eða ekki.
https://www.youtube.com/watch?v=ZyaVYO9-TLw