0

Tyron Woodley sagður mæta Kamaru Usman á UFC 235

Nokkur óvissa hefur ríkt um næstu titilvörn Tyron Woodley. Samkvæmt ESPN mun Woodley verja beltið gegn Kamaru Usman í mars.

UFC 235 fer fram þann 2. mars í Las Vegas. UFC hefur lengi reynt að bóka næsta titilbardag Tyron Woodley og virðist það vera komið í höfn. Woodley hefur verið að glíma við meiðsli og virtist Dana White vera orðinn þreyttur á að bíða eftir Woodley.

Lengi var búist við að Colby Covington myndi mæta Woodley enda varð hann bráðabirgðarmeistari í sumar með sigri á Rafael dos Anjos. Covington gat hins vegar ekki barist þegar Woodley var tilbúinn í september og því fékk Darren Till titilbardagann.

Usman vann Rafael dos Anjos í nóvember og var valið að þessu sinni á milli Usman og Covington. Samkvæmt ESPN fékk Usman bardagann þar sem hann var tilbúinn að berjast við annan áskorenda á meðan Covington neitaði að berjast nema hann fengi Woodley.

Bardaginn verður þó næstsíðasti bardagi kvöldsins að öllum líkindum þar sem UFC vill fá Jon Jones gegn Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins. Áður en það verður staðfest þarf Jones fyrst að mæta fyrir íþróttasambandið í Nevada í lok janúar eftir lyfjaprófið umdeilda í aðdraganda hans síðasta bardaga.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.