UFC hélt blaðamannafund fyrr í dag þar sem bardagasamtökin kynntu nýja stefnu í lyfjamálum. Þetta kemur í kjölfarið á nýrri stefnu íþróttasambands Nevada ríkis.
Í maí kynnti íþróttasamband Nevada harðari refsingar í lyfjamálum. Þeir sem verða fundnir sekir um steranotkun af íþróttsambandi Nevada geta átt yfir höfði sér þriggja ára bann. Einum mánuði síðar hefur UFC kynnt sína stefnu.
Jeff Novitzky, varaforseti íþrótta-, heilsu- og frammistöðudeildar UFC, kynnti þessar nýju breytingar á blaðamannafundi í Las Vegas fyrr í dag. Novitzky segir nýju stefnuna vera þá bestu í íþróttum í dag. Nýja stefnan tekur gildi þann 1. júlí og er unnin í samstarfi við USADA (US Anti-Doping Agency).
Í nýju stefnunni hefur verið hert á refsingum auk þess sem lyfjaprófin verða algengari. Nú geta allir 500+ bardagamenn innan UFC átt von á lyfjaprófi hvenær árs sem er – hvort sem það er utan keppni eða skömmu fyrir bardaga. Bardagamenn munu bæði gangast undir þvagprufu og blóðprufu og gildir engu hvar í heiminum keppendur verða staðsettur.
Refsingarnar svipa mikið til refsinga íþróttasambands Nevada en hér að neðan má sjá refsingar UFC.
“Non-specified substances”
As defined by WADA code: Anabolic steroids, growth hormones, peptides, blood doping drugs and methods (tested for in- and out-of competition):
- 1st offense: 2 years (with possibility of 4 years for “aggravating circumstances”)
- 2nd offense: Double the sanction for the 1st offense
- 3rd offense: Double the sanction for the 2nd offense
“Specified substances”
As defined by WADA code: marijuana, cocaine, other stimulants and glucocorticosteroids (tested for in-competition only):
- 1st offense: 1 years (with possibility of 2 additional years for “aggravating circumstances”)
- 2nd offense: Double the sanction for the 1st offense
- 3rd offense: Double the sanction for the 2nd offense
Þetta er stór dagur fyrir UFC. Þetta verður stefna sem aðrar íþróttagreinar munu vonandi fylgja til að taka á lyfjamisferli í íþróttum.
USADA er óháður aðili og mun sjá um lyfjaprófin. UFC mun þó borga kostnaðinn af þessum lyfjaprófunum en kostnaðurinn hleypur á milljónum dollurum.
Mjög gott. Stefnan hjá Nevada er samt betri