spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC tekur fjaðurvigtarbeltið af Conor McGregor

UFC tekur fjaðurvigtarbeltið af Conor McGregor

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Conor McGregor er ekki lengur fjaðurvigtarmeistari UFC. Þetta kom fram í UFC útsendingunni í gær frá Ástralíu.

Conor McGregor er ennþá léttvigtarmeistarinn en fjaðurvigtarbeltið hefur nú verið tekið af honum. Jose Aldo var svo kallaður bráðabirgðarmeistari (e. interim champion) en nú er hann aftur orðinn fjaðurvigtarmeistarinn.

UFC heldur því fram að Conor McGregor hafi sjálfviljugur látið beltið af hendi en fjölmiðlamaðurinn Ariel Helwani segir svo ekki vera.

Núna er fjaðurvigtarbardagi Anthony Pettis og Max Holloway orðinn aðalbardaginn á UFC 206 en sá bardagi verður upp á bráðabirgðarbelti fjaðurvigtarinnar. Sigurvegarinn mun svo mæta Jose Aldo á næsta ári.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular