spot_img
Friday, October 4, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUmfjöllun um úrslit UFC Fight Night 29: Maia vs. Shields

Umfjöllun um úrslit UFC Fight Night 29: Maia vs. Shields

Á miðvikudagskvöldið fór fram UFC Fight Night 29: Maia vs. Shields og voru margir fínir bardagar þar.

Jake Shields sigraði Damian Maia nokkuð óvænt í gríðarlega jöfnum bardaga. Jake sigraði eftir klofna dómaraákvörðun sem hefði getað dottið báðu megin. Ég er nokkuð viss um að Dana White var ekki sáttur með að Jake skyldi vinna. UFC vill sennilega losna við hann (eins og með Okami og Jon Fitch) þar sem hann er á frekar háum launum, er óspennandi og á ekki stóran aðdáendahóp. Jake sýndi fín tilþrif þegar hann náði að snúa við erfiðri stöðu gegn Maia og náði topp stöðu. Þrátt fyrir að hann nái oft topp stöðu í bardögum sínum virðist það vera lífsins ómögulegt fyrir hann að valda einhverjum skaða eða ná uppgjafartaki. Það verður þó að taka með í reikninginn að í gær var hann í “guardinu” hjá Demian Maia sem er sennilega með besta “guardið” í MMA. En þetta hefur verið gegnum gangandi í síðustu bardögum Jake Shields, þrátt fyrir að komast í yfirburðarstöðu gerir hann lítinn skaða og sækir ekki í lása eða hengingar. Hann var í “mount” á Dan Henderson á sínum tíma heil lengi án þess að gera mikið. Hann gerði í rauninni svo lítið að dómarinn lét þá standa upp, þegar Jake Shields var með “mount”! Ef Palhares hefði ekki sleppt því að láta reka sig hefði verið virkilega skemmtilegt að sjá Jake Shields og hann mætast. Þar hefði Shields verið í góðum séns að tapa sem UFC vill sennilega að gerist. Því miður fáum við aldrei að sjá þann bardaga í UFC þar sem Palhares var rekinn úr UFC fyrir lífstíð.

Demian Maia náði ekki að sigra Jake Shields og því fáum við ekki að sjá hann mæta Georges St. Pierre á næstunni. Fyrst að Maia gat ekki sigrað Shields á hann ekkert erindi í bardaga gegn St. Pierre á þessari stundu. Kannski hefði Maia unnið ef hann hefði haldið bardaganum standandi þar sem kickboxið hans er ögn skrárra en kickboxið hjá Jake Shields. “Demian Maia moves like the whitest guy on earth” eins og Joe Rogan orðaði það svo skemmtilega, þrátt fyrir það hefði hann unnið Jake Shields ef hann hefði haldið bardaganum standandi.

Dong Hyun Kim og Erick Silva áttust við í skemmtilegum bardaga. Kim rotaði Silva í 2. lotu með svakalegri vinstri og var þetta fyrsta rothögg hans í UFC síðan í fyrsta bardaganum hans í UFC! Silva og Kim kýldu á sama tíma en munurinn var að Kim hreyfði hausinn á meðan að hausinn á Silva var kyrr og því var hann rotaður. Þegar Silva kýlir á hann það til að gleyma að verja hökuna með hinni hendinni. Hann er oft með aðra höndina lága til að verjast fellunum og hefur virkað vel fyrir hann hingað til en kostaði hann sigurinn hér. Ég bind enn miklar vonir við Erick Silva en allir bardagar hans hafa verið frábær skemmtun.

UFC Fight Night: Silva v Kim

Dong Hyun Kim á hrós skilið fyrir þetta rothögg. Þessi frábæri glímumaður er með ágætis “striking” þrátt fyrir að hann beiti sínum kæfandi glímustíl í bardögum sínum. Það sem er reyndar svo óvenjulegt við hann að hann er með óhefðbundið en fyrirsjáanlegt “striking”. Þ.e. hann beitir óhefðbundinni tækni eins og t.d. “spinning back fist” en gerir það alltof oft í sama bardaga þannig að það verði fyrirsjáanlegt. Það verður athyglisvert að sjá hvern Kim fær næst en Jake Ellenberger og Jake Shields gætu verið líklegir kostir.

Hvar er þessi Thiago Silva sem var einn skemmtilegasti bardagamaðurinn í léttþungavigtinni hér áður fyrr? UFC hlítur að vera að missa þolinmæðina sína á honum núna. Hann hefur tvisvar fallið á lyfjaprófi, náði ekki vigt fyrir þennan bardaga og leit hreint út sagt ekki vel út í þessum bardaga. Bardaginn var leiðinlegur og “sloppy” og minnti ekkert á Thiago Silva sem rotaði Keith Jardine fyrir nokkrum árum. Hvort hann hafi átt í einhverjum meiðslavandræðum fyrir bardagann og gat því ekki æft 100% skal ósagt látið, en hann leit allavegna ekkert sérlega vel út í þessum bardaga. Af hverju Matt Hamill ákvað að hætta við að hætta er mér hulin ráðgáta, en vonandi hættir drengurinn aftur. Það á bara eftir að enda með að hann verði rotaður illa. Hann hefur ekki litið vel út í endurkomunni sinni.

Joey Beltran barðist sennilega sinn síðasta UFC bardaga í gær gegn Fabio Maldonado. Hann tapaði eftir dómaraákvörðun en ákvörðunin hefði getað dottið báðu megin. Fabio reyndi einhverja Anderson Silva stæla með því að leyfa honum að “clincha” sig upp við búrið sem var fáranlegt að horfa á. Hann á engan vegin efni á því að gera slíkt og græddi nákvæmlega ekkert á þessu. Ég var eiginlega allan tíman að bíða eftir því að hann myndi bara setja í gang og fara að gera eitthvað. Að mínu mati var hann í rauninni ekki gera mikið í þessum bardaga.

Palhares lét reka sig svo úr UFC með því að halda “heel hook” alltof lengi gegn Mike Pierce. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gerir þetta og því ákvað UFC að reka manninn. Þetta voru ansi dýrkeypt mistök því ekki nóg með að vera rekinn úr UFC heldur fékk hann ekki bónus (50.000 dollara ávísun) fyrir uppgjafartak kvöldsins þrátt fyrir að þetta hafi verið eini sigurinn eftir uppgjafartak á kvöldinu.

tj-rafael

Raphael Assuncao og T.J. Dillashaw áttust svo við í frábærum bardaga og hlutu báðir keppendur “Fight of the night” bónusa. Þetta var gríðarlega jafn bardaga og frábær skemmtun. Raphael er sennilega núna einum bardaga frá titilbardaga en það eru reyndar 2 bardagamenn á undan honum í röðinni á leið í Barao (bantamvigtar meistarann). Barao mætir líklega Dominick Cruz næst og sigurvegarinn þar mætir sigurvegaranum úr Faber vs. McDonald. Því þarf Raphael sennilega að sigra einn bardaga í viðbót til að fá titilbardaga.

Heilt yfir var þetta ágætis UFC kvöld sem skilur eftir sig fullt af umræðuefnum. Næsta UFC kvöld er UFC 166 þann 19. október þegar Junior Dos Santos og Cain Velasquez mætast!

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular