Tuesday, April 23, 2024
HomeErlentUFC 235 úrslit

UFC 235 úrslit

UFC 235 fór fram í nótt í Las Vegas. Tveir titilbardagar voru á dagskrá en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Jon Jones sigraði Anthony Smith eftir dómaraákvörðun í aðalbardaga kvöldsins. Smith náði lítið að ógna Jones og var enginn vafi á hvoru megin sigurinn myndi enda þegar bardaginn kláraðist. Jones var þó heppinn að vera ekki dæmdur úr leik í 4. lotu þar sem hann hitti í höfuð Smith með ólöglegu hné. Smith jafnaði sig á högginu en ef hann hefði ekki getað haldið áfram hefði Jones verið dæmdur úr leik og Smith nýr meistari.

Það er kominn nýr meistari í veltivigtinni. Kamaru Usman sigraði síðan Tyron Woodley í næstsíðasta bardaga kvöldsins eftir dómaraákvörðun. Bardaginn var mjög einhliða og vann Usman allar fimm loturnar. Usman náði að stjórna Woodley upp við búrið, taka hann niður og meiða með olnboga upp við búrið.

Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones sigraði Anthony Smith eftir dómaraákvörðun (48-44, 48-44, 48-44).
Titilbardagi í veltivigt: Kamaru Usman sigraði Tyron Woodley eftir dómaraákvörðun (50-44, 50-44, 50-45).
Veltivigt: Ben Askren sigraði Robbie Lawler með tæknilegu uppgjafartaki (bulldog choke) eftir 3:20 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Weili Zhang sigraði Tecia Torres eftir dómaraákvörðun (29-28, 30-27, 30-27).
Bantamvigt: Pedro Munhoz sigraði Cody Garbrandt með rothöggi eftir 4:52 í 1. lotu.

ESPN upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Zabit Magomedsharipov sigraði Jeremy Stephens eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Johnny Walker sigraði Misha Cirkunov með tæknilegu rothöggi eftir 36 sekúndur í 1. lotu
Bantamvigt: Cody Stamann sigraði Alejandro Pérez eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Diego Sanchez sigraði Mickey Gall með tæknilegu rothöggi eftir 4:13 í 2. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Millivigt: Edmen Shahbazyan sigraði Charles Byrd með tæknilegu rothöggi eftir 38 sekúndur í 1. lotu.
Bantamvigt kvenna: Macy Chiasson sigraði Gina Mazany með tæknilegu rothöggi eftir 1:49 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Hannah Cifers sigraði Polyana Viana eftir klofna dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular