0

Úrslit UFC Fight Night: Bermudez vs. Korean Zombie

Skemmtilegt bardagakvöld fór fram í Houston í Texas nú í nótt. Kóreski uppvakningurinn Chan Sung Jung mætti þá Dennis Bermudez í aðalbardaga kvöldsins.

Bardagakvöldið var þrælskemmtilegt og mátti sjá þar glæsileg uppgjafartök og rothögg. Chan Sung Jung snéri aftur eftir þriggja og hálfs árs fjarveru og rotaði Dennis Bermudez með vel tímasettu upphöggi strax í 1. lotu. Sigurinn kemur honum strax aftur á topp 10 í fjaðurvigtinni og verður gaman að sjá hvern þessi skemmtilegi bardagamaður fær næst. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Fjaðurvigt: Chan Sung Jung sigraði Dennis Bermudez með rothöggi eftir 2:49 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Felice Herrig sigraði Alexa Grasso eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: James Vick sigraði Abel Trujillo með uppgjafartaki (D’Arce choke) eftir 49 sekúndur í 3. lotu.
Léttþungavigt: Volkan Oezdemir sigraði Ovince Saint Preux eftir klofna dómaraákvörðun.
Þungavigt: Marcel Fortuna sigraði Anthony Hamilton með rothöggi eftir 3:10 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Jéssica Andrade sigraði Angela Hill eftir dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)

Þungavigt: Curtis Blaydes sigraði Adam Milstead með tæknilegu rothöggi (hnémeiðsli) eftir 59 sekúndur í 2. lotu.
Fjaðurvigt: Chas Skelly sigraði Chris Gruetzemacher með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:01 í 2. lotu.
Bantamvigt: Ricardo Ramos sigraði Michinori Tanaka eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (117,5 pund): Tecia Torres sigraði Bec Rawlings eftir dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Veltivigt: Niko Price sigraði Alex Morono með rothöggi eftir 5:00 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Khalil Rountree sigraði Daniel Jolly með rothöggi eftir 52 sekúndur í 1. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.