Saturday, April 20, 2024
HomeForsíðaWanderlei Silva segir þetta allt vera einn stór misskilningur

Wanderlei Silva segir þetta allt vera einn stór misskilningur

Wanderlei-SilvaEins og frægt er orðið var Wanderlei Silva fjarlægður af UFC 175 kvöldinu þar sem hann sótti ekki um tilskilinn leyfi til að berjast. Átti hann að mæta Chael Sonnen í bardaga sem hefur fengið mikla umfjöllun og mikilar eftirvæntingar fylgdu honum. Vitor Belfort tekur hans stað og mætir Chael Sonnen þann 5. júlí á UFC 175.

Tvær ástæður liggja á bakvið þessa breytingu. Í fyrsta lagi sótti Silva ekki tímanlega fyrir leyfi til að berjast í Las Vegas. En samkvæmt yfirlýsingum UFC þá hafði hann nægan tíma til að sækja um slíkt leyfi. Seinni ástæðan, og sú sem gæti sett feril hans í hættu, er að hann neitaði að undirgangast óvænta lyfjaskoðun sem framkvæmd var að hálfu NSAC samtakana sem sér um lyfjaeftirlit íþróttamanna í Nevada fylki.

Í hugsanlega ýktri yfirlýsingu frá Chael Sonnen þá kom starfsmaður frá NSAC í óvænta lyfjaskoðun og þegar Silva gerði sér grein fyrir því hver hann var þá á hann að hafa hlupið út úr byggingunni inn í bílinn sinn og keyrt burtu. Ekkert heyrðist frá Silva í nokkra daga eftir atvikið.

Wanderlei Silva gaf frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem hann segir sína hlið á málinu. Silva tekur fram að þetta hafi allt verið einn stór miskilningur. Samkvæmt honum kom maður til hans með blöð fyrir hann að skrifa undir, en maðurinn var ekki með nein auðkenni til að sanna stöðu sína og voru öll skjölin á ensku, en Silva getur ekki lesið vel texta á ensku. Hann lét manninn því vita að hann gæti ekki skrifað undir samningana án þess að hafa lögfræðing viðstaddan. Yfirlýsinguna má sjá hér að neðan.

Enn fremur sagði hann frá því hversu vonsvikin hann yrði ef bardaginn myndi verða aflýstur, þar sem hann hefur eytt mörgum mánuðum í undirbúning fyrir hann. Silva sagðist hafa upplifað mikla pressu og álag við tökur á The Ultimate Fighter Brazil. Því væri skelfilegt að missa af tækifærinu til að útkljá loksins þennan ríg við Chael Sonnen.

Í yfirlýsingu frá Dana White þá er engin möguleiki fyrir Silva að keppa á UFC 175 og telur White að erfitt muni reynast fyrir Silva að verða sér aftur um leyfi til að keppa eftir atvikið. Efast hann einnig um framtíð Silva í samtökunum en hann ætlar að bíða með það að ákveða framtíð hans þangað til að allar upplýsingar um málið eru komnar á yfirborðið.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular