Wednesday, May 8, 2024
HomeForsíðaGunnar verður í þriðja síðasta bardaga kvöldsins í Rotterdam

Gunnar verður í þriðja síðasta bardaga kvöldsins í Rotterdam

Nú styttist heldur betur í bardagann hjá Gunnari Nelson gegn Albert Tumenov. UFC hefur gefið út röð bardaganna og er Gunnar þriðji síðasti bardagi kvöldsins.

Bardagi Alistair Overeem og Andrei Arlovski er auðvitað aðalbardagi kvöldsins. Þá er þungavigtarbardagi Stefan Struve og Antonio Silva næstsíðasti bardagi kvöldsins (e. co-main event) en þeir Struve og Overeem eru báðir Hollendingar.

Þetta verður í fyrsta sinn sem UFC heimsækir Holland og er gífurlegur áhugi fyrir viðburðinum. Bardagakvöldið mun hefjast kl 14:30 á íslenskum tíma en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 18.

Bardagakvöldið fer fram sunnudaginn 8. maí á Ahoy Arena í Rotterdam en hér má sjá alla bardaga kvöldsins. Uppröðunina má sjá hér að neðan:

ufc rotterdam card

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular