Friday, April 26, 2024
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Gonzaga vs. Cro Cop 2

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Gonzaga vs. Cro Cop 2

gonz

Fyrsta bardagakvöld UFC í Póllandi er að baki. Frekar lítil spenna var fyrir kvöldið í annasömum MMA mánuði en kvöldið var eftirminnilegt nánast eingöngu út af frábærum sigri Mirko ‘Cro Cop’ Filipović.

Fyrir kvöldið var bent á það að Cro Cop tapi aldrei þegar hann berst við andstæðing í annað skipti og það varð aftur raunin. Hvort hann læri svona vel af mistökum sínum eða hvort eitthvað annað spili inn í er erfitt að segja. Sigur Cro Cop var tilkomumikill af nokkrum ástæðum. Hann er 40 ára og barðist við 35 ára andstæðing sem var 10 kg þyngri. Cro Cop lifði af erfið augnablik undir Gabriel Gonzaga sem er fjórðu gráðu svartbeltingur í brasilíksu jiu-jitsu. Cro Cop sýndi kænsku og fjölhæfni sem leiddi að tæknilegu rothöggi í þriðju lotu. Hann mun sennilega aldrei berjast aftur um titil en hann sýndi að hann getur ennþá unnið góða andstæðinga. Hvort hann geti mjakað sér í topp 10 kemur kannski í ljós í hans næsta bardaga en talið er að hann muni mæta Roy Nelson.

Annað jákvætt sem stendur upp úr í þessu kvöldi eru tveir frábærir sigrar sem er vert að nefna. Í fyrsta lagi magnað átta sekúndna rothögg Leon Edwards. Hann rotaði Seth Baczynski sem hefur sennilega sungið sitt síðasta í UFC en þetta var fimmta tapið í hans síðustu sex bardögum.

8 sekúndna rothögg Leon Edwards
8 sekúndna rothögg Leon Edwards

Hinn sigurinn var annar bardagi kvöldins. Skotinn Stevie Ray samþykkti erfiðan bardaga með aðeins 15 daga fyrirvara gegn mjög hættulegum andstæðingi sem hann gjörsamlega jarðaði á tæpum sjö mínútum. Þetta var fyrsti bardagi Skotans í UFC og hjartnæmt viðtal hans eftir bardagann er eitt eftirminnilegasta augnablik kvöldins.

Tveir bardagamenn ollu vonbrigðum þetta kvöld. Í fyrsta aðalbardaga kvöldsins tapaði Joanne ‘JoJo’ Calderwood eftir aðeins 90 sekúndur. Fyrst fékk hún á sig nokkur þung högg og í kjölfarið náði hin óþekkta Maryna Moroz að klófesta hana í „armbar“. Ekki nógu góð frammistaða fyrir JoJo sem átti að vera í hópi með þeim allra bestu. Önnur vonbrigði var frammistaða Jimi Manuwa sem sigraði þó á stigum. Bardaginn var ekki mjög skemmtilegur og Jimi Manuwa leit ekki út eins og drápsvélin sem við áttum von á. En andstæðingurinn var harður og við ættum kannski ekki að dæma hann of harkalega.

Það eru kvöld eins og þetta fær sem fólk til að gagnrýna aðferðarfræði UFC. Í gamla daga voru UFC kvöld troðfull af áhugaverðum bardögum en í dag eru þau oft á tíðum full af nöfnum sem hörðustu aðdáendur hafa aldrei heyrt áður. Kannski var þetta kvöld bara fyrir Pólverja og við hefðum átt að líta framhjá því og bíða eftir næstu helgi? Kannski erum við bara vanþakklát og eigum að halda kjafti? Eða kannski eru UFC kvöldin einfaldlega of mörg? Það má deila um það.

RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular