Friday, April 26, 2024
HomeForsíðaVeðbankarnir – UFC 173 Barão gegn Dillashaw

Veðbankarnir – UFC 173 Barão gegn Dillashaw

Það er spennandi UFC kvöld framundan og mikið í húfi fyrir þá sem keppa í þremur stærstu bardögunum. Við förum yfir hvort það leynast tækifæri til að leggja undir eða hvort veðbankarnir séu með þetta á hreinu.

Miðast er við stuðlana hjá Betsson en hægt er að veðja hjá þeim hér undir „bardagaíþróttir“.

Renan Barão (stuðull 1,11) gegn T.J. Dillashaw (stuðull 6,80)

Líkurnar í þessum bardaga endurspegla réttilega möguleika Dillashaw. Barão hefur verið óstöðvandi hingað til og það er lítið sem bendir til að hann muni tapa á laugardaginn. Það getur hins vegar allt gerst í MMA og Dillashaw er mjög góður. Ef hið ómögulega gerist er hægt að græða talsvert með því að veðja á Dillashaw en það er mikil áhætta.

Daniel Cormier (stuðull 1,16) gegn Dan Henderson (stuðull 5,40)

Líkt og í fyrsta bardaganum endurspegla líkurnar hér nokkuð einhliða bardaga. Dan Henderson er 43 ára og virðist hafa hægt á sér þrátt fyrir frækinn sigur á móti Shogun í mars. Cormier er búinn að vera á mikilli siglingu og ætti að sigra þennan bardaga örugglega. Henderson á hins vegar alltaf til þunga hægri hendi, ef þið viljið veðja á hana er til mikils að vinna.

Robbie Lawler (stuðull 1,44) gegn Jake Ellenberger (stuðull 2,80)

Þetta er að mörgu leyti mest spennandi bardaginn kvöldsins. Lawler var hársbreidd frá því að sigra Johny Hendricks í mars og mætir hér Ellenberger sem er misjafn en getur verið mjög hættulegur. Lawler er sigurstranglegri en Ellenberger getur hæglega unnið þennan bardaga. Það gæti því verið þess virði að leggja undir á Ellenberger en ekki háa fjárhæð.

Takeya Mizugaki (stuðull 1,60) gegn Francisco Rivera (stuðull 2,37)     

Þetta er þessi klassíski „striker vs. grappler“ bardagi. Rivera er með hraðar og þungar hendur. Vandamálið er að Mizugaki er með sterka höku og er góður í að koma bardganum í gólfið. Mizugaki ætti því að sigra, sennilega á stigum. Það má samt ekki gleyma að Rivera er ósigraður í UFC í fjórum bardögum og hann er rotari. Það er því freistandi að veðja á Rivera.

riverapng

Jamie Varner (stuðull 1,53) gegn James Krause (stuðull 2,50)

Varner er fyrrverandi WEC meistari og einn harðasti naglinn í léttvigt. Hann er hins vegar villtur og tekur miklar áhættur sem hefur komið honum í koll t.d. í hans síðasta bardaga á móti Abel Trujillo. Varner hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum og mætir hér hinum seiga Krause sem sigraði átta bardaga í röð áður en hann tapaði fyrir Bobby Green (spark í skrokkinn). Þetta virkar nokkuð jafn bardagi og því gott tækifæri til að veðja á Krause.

Michael Chiesa (stuðull 1,72) gegn Francisco Trinaldo (stuðull 2,07)    

Þetta er áhugaverður bardagi á milli tveggja jiu-jitsu bardagakappa. Trinaldo „Massaranduba“ er orkubolti frá Brasilíu. Hann virkar á köflum óstöðvandi en gerir svo heimskuleg mistök sem kosta hann sigurinn. Chiesa, frá Bandaríkjunum, sigraði The Ultimate Fighter og hefur litið mjög vel út síðan. Hann ætti að sigra Trinaldo.

Fleiri stuðlar:                                  

Tony Ferguson (stuðull 1,36) gegn Katsunori Kikuno (stuðull 3,20)

Chris Holdsworth (stuðull 1,27) gegn Chico Camus (stuðull 3,85)

Al Iaquinta gegn (stuðull 1,28) Mitch Clarke (stuðull 3,50)

Anthony Njokuani (stuðull 1,40) gegn Vinc Pichel (stuðull 3,00)

Sam Sicilia (stuðull 1,61) gegn Aaron Phillips (stuðull 2,25)

David Michaud (stuðull 1,61) gegn Li JingLiang (stuðull 2,25)

Í heildina endurspegla veðbankarnir líkurnar mjög vel. Það eru talsvert færri tækifæri til að leggja undir en síðast (UFC Fight Night: Brown vs. Silva) en á hinn bóginn leynast tækifæri í minni bardögum kvöldsins. Það gæti t.d. verið góð hugmund að veðja á Rivera, Krause og jafnvel Ellenberger.

jellenberger

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular